Håll Sverige Rent

Håll Sverige Rent
Photographer
Håll Sverige Rent
Mynda tengslanet til að minnka plastmengun í sjónum.

Håll Sverige Rent (HSR) á að baki meira en hálfrar aldar baráttu gegn úrgangi en fyrir sex árum fór stofnunin að beina sjónum sínum sérstaklega að úrgangi í hafi. HSR stefnir saman áhrifaaðilum úr ýmsum áttum til virkra aðgerða sem hafa það að markmiði að draga úr magni plasts í umhverfi hafsins. Fyrirtæki eru virkjuð til markvissra aðgerða í 44 þrepum.

Stofnunin er vel þekkt fyrir samstarf sitt við skóla, fyrirtæki, yfirvöld, íþróttafélög og fleiri aðila. Barátta hennar er háð með fræðslu og átaksverkefnum. HSR hefur vakið almenning til aukinnar meðvitundar um þann skaða sem hlýst af úrgangi í hafi og sýnt mikinn dug við ruslsöfnun í borgum í umfangsmiklum átaksverkefnum.

Meiri upplýsingar