Handhafi tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2015

Vinder af Nordisk Råds musikpris 2015
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Svante Henryson frá Svíþjóð hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2015.

Um verðlaunahafann

Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Það var tilkynnt rétt í þessu á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Reykjavík.

Rökstuðningur dómnefndar

Hinn sænski Svante Henryson, sellóleikari, bassaleikari og tónskáld, hefur sýnt einstaka sköpunargáfu og þróað afburðatækni á sérsviðum sínum á viðburðaríkum tónlistarferli. Hann hefur alla tíð sýnt mikinn metnað – fyrst sem ungur kontrabassaleikari og meðlimur Fílharmóníuhljómsveitar Óslóar og síðar sem rafbassaleikari í rokkhljómsveit Yngwies Malmstens, uns hann hóf að kanna klassískan sellóleik upp á eigin spýtur. Í dag er hann virkur sem bæði tónskáld og tónlistarmaður og verk hans spanna allt frá tónlist í anda Samamenningar Norður-Noregs til einleikssónata fyrir fiðlu. Vegna færni sinnar á þrjú mismunandi hljóðfæri er Svante Henryson eftirsóttur sem spilafélagi af besta tónlistarfólki samtímans, bæði á sviði djasstónlistar og sígildrar tónlistar.