HVAD

Hvad
Ljósmyndari
Rana Ghose
Raftónlistarmaður

HVAD (Hari Shankar Kishore, fæddur 1985). Danskur raftónlistarmaður. Frá miðjum síðasta áratug hefur hann samið og flutt raftónlist undir ýmsum listamannsnöfnum og mótað eigin hljóm sem er engum öðrum líkur í Danmörku. Tónlist hans er nýskapandi, villt og ágeng – óhlutstæð og herská orka sem fær jörðina til að titra. Og undir öllu saman: Óhugnanlegt, fagurt ofsóknarbrjálæði. Á grundvelli nútíma sitúasjónisma býr HVAD til frumlega og flókna veröld tón- og sjónlistar sem brýtur niður menningarmörk og storkar fordómum.

HVAD notar meðal annars lakkplötur sem hann sker sjálfur, musterisbjöllur, hundagelt, kirkjukór, slangur af götunni og eigin rödd til að tjá nútímalega menningarlega vitund sem er handan við fjölmenningu og sem máir út mörkin milli lífs og listar. HVAD hefur haldið meira en fimm hundruð tónleika um víða veröld, allt frá SXSW í Texas til Midi Electronic Music Festival Suzhou í Kína.

Ef miklu vinnu í næstum sjö ár hefur tónlist Haris náð eyrum álitsgjafa og framsýns fólks um heim allan: Aphex Twin lék lög hans í DJ-setti sínu á tónlistarhátðinni í Glastonbury og Hari hefur komið fram á mörgum stöðum, allt frá næturklúbbnum goðsagnakennda Berghain í Berlín til Unsound-tónlistarhátíðarinnar í Kraká í Póllandi.