Landspítali – háskólasjúkrahús (Íslandi)

Landspitali, Islands nationale universitetssygehus (Island)
Photographer
Porkell Porkelsson
Minni sóun, áhersla á færri einnota hluti, endurvinnslu og matarsóun.

Landspítali er stærsti vinnustaður á Íslandi. Umhverfisstefna Landspítalans er afar metnaðarfull. Þar er t.a.m. rekið svansmerkt matarneyti og starfsfólki er boðið upp á (mjög vinsæla) samgöngusamninga. Landspítali hefur verið í fararbroddi í flokkun úrgangs. Á árunum 2012–2016 tókst næstum að fjórfalda endurnýtingu á plasti og tvöfalda endurnýtingu á lífrænum úrgangi auk þess sem endurnýting pappírs er orðin átta sinnum meiri en árið 2012. Innan tíðar mun Landspítali halda áfram vinnu sinni að loftslagsmarkmiðum en á næstu tíu árum verður reist nýtt sjúkrahús sem verður umhverfisvænt þegar á teikniborðinu. Landspítalinn í Reykjavík er skýr fyrirmynd fyrir samfélagið og geirann með heildarsýn sinni um betra umhverfi og betri heilsu.