Louise Lynge – Grænland

Kvinde iført blå frakke posere mod blå himmel
Ljósmyndari
Louise Lynge
Vekur athygli á loftslagsbreytingum með hönnun sem byggist á „zero waste“ hugmyndafræði.

Louise Lynge er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2022.

Grænlenska tískumerkið Louise Lynge leggur áherslu á sjálfbært val í grænlenskum tískuiðnaði. Neikvæð áhrif fataiðnaðarins á náttúruna og umhverfið eru mikil. Rekja má stóran hluta af koldíoxíðlosun fataiðnaðarins til flutnings á fatnaði en oft er um langar aðfangakeðjur að ræða. Á Grænlandi er nánast allur fatnaður fluttur inn erlendis frá. Langar flutningsleiðir til verslana og neytenda á Grænlandi hafa í för með sér stórt kolefnisspor.

Hjá Louise Lynge er lögð áhersla á að velja vistvænt eða endurunnið efni enda vinnur merkið út frá „zero waste“ hugmyndafræði.

Fyrirtækið vinnur ötullega að því að minnka kolefnisspor sitt og kolefnisjafnar framleiðslu sína og hvetur þannig önnur grænlensk fyrirtæki til hins sama.