Náttúruauðlindaráðið í Attu við vesturströnd Grænlands

Naturresursrådet i Attu vid Grönlands västkust
Photographer
Naturresursrådet i Attu vid Grönlands västkust
Veiðimenn á svæðinu skrá ástand sjávarauðlinda og leggja til stefnu um sjávarnytjar.

Fiskimenn í Attu stunda athuganir úti í náttúrunni, koma með tillögur að aðgerðum og aðstoða við rannsóknastarf með því að leggja til dýrmæta þekkingu á staðháttum. Náttúruauðlindaráðið er mikilvæg fyrirmynd í ábyrgri umgengni um náttúru og náttúruauðlindir. Athuganir fiskimannanna stuðla að aukinni þekkingu á umhverfi hafsins, betri fiskveiðistjórnun og staðbundinni ábyrgð á sviði náttúruverndar. Náttúruauðlindaráðið eflir samhygð í nærsamfélaginu og víxlverkan milli almennings og vísindasamfélagsins. Þá þekkingu sem þar verður til má yfirfæra á önnur norræn lönd og einnig í hnattrænt samhengi, en hún hefur þegar verið nýtt í Finnlandi. Verkefnið er ennfremur áhugavert með tilliti til samskipta- og upplýsingastarfs.

Meiri upplýsingar