RePack (Finnlandi)

RePack (Finland)
Photographer
RePack
Endurnýtanlegar umbúðir fyrir rafræna verslun.

Fyrirtækið RePack fær tilnefningu fyrir að skapa gott og umhverfisvænt viðskiptatækifæri, sem er aðgengilegt og nýstárlegt, og fyrir að vekja athygli á endurnýtingu, óhóflegri auðlindanotkun og myndun úrgangs. RePack starfar með neytendum að því að minnka úrgang. Burðarpoka fyrirtækisins er hægt að endurnýta allt að 20 sinnum, en þeir eru unnir úr endurnýttum plastpokum. Verkefnið er rekið á markaðskjörum og það verður hægt að breiða út til ýmissa annarra atvinnugreina, umhverfinu í hag.