Roskva Koritzinsky

Roskva Koritzinsky
Ljósmyndari
Håkon Borg
Roskva Koritzinsky: Jeg har ennå ikke sett verden. Smásögur, Aschehoug, 2017

Roskva Koritzinsky (f. 1989) gaf út sitt fyrsta smásagnasafn, Her inne et sted, árið 2013. Tveimur árum síðar kom út skáldsagan Flammen og mørket. Nú snýr hún sér aftur að smásöguforminu með safni sem markar tímamót í stuttum ritferli hennar en ekki síður í norskum bókmenntum á árinu 2018.

Smásögurnar sex gerast í kunnuglegum hversdagsleika nútímans þar sem lífið snýst oft um fjölskylduna, sambönd, nám og vinnuna. Þær eru stuttar en spanna engu að síður lengri tímabil eða ferli. Roskva Koritzinsky er einstaklega lagin við að stilla inn á nærmynd af hversdagslegum smáatriðum og lýsa breytingum og óvissu í lífshlaupi fólks á örfáum blaðsíðum. Henni tekst ekki síst að sýna hvað hið nána og hið framandi eru þétt samanofin í samskiptum fólks eins og segir í einni af mörgum setningum sem staðið einar sem smásögur: „Stundum þegar þú hélst fast utan um mig eða ég lagði fingur mína um hálsinn á þér uppgötvaði ég í augum þínum það sem ég gleymdi stöðugt: Að þú komst úr myrkrinu en að ég var bara laumufarþegi þar.“

Titillinn dregur fram mikilvægt atriði, kannski ekki í atburðarásinni eða sögupersónunum heldur í rithættinum eða öllu heldur hvernig hún nálgast skrifin og heiminn: Að ekkert er gefið eða útkljáð þrátt fyrir að allt sé nákvæmt. Þegar dómar falla og líf eru greypt í setningar eiga þau fullan þátt í losa um eitthvað. Vegna þess að Roska Koritzinsky skrifar þannig að lesandanum finnst setningarnar fetta upp á sig til að skoða sig sjálfar stöðugt vakandi og með bókmenntalegri vitund sem ber vitni um næmt tóneyra fyrir tvíeggja krafti tungumálsins til þess að kortleggja og til þess að leysa upp.

Fyrir nokkrum árum kom út norsk sýnisbók með ljóðum með titlinum Verden finnes ikke på kartet. Hann mátti túlka á þann veg að það sem búið er að skilgreina, skipta og flokka sé ekki það sama og það sem er raunverulegt, virkt og í notkun. Jeg har ennå ikke sett verden (á íslensku „Ég hef ekki enn séð heiminn“) er titill sem lesa á svipaðan hátt því ef heimurinn er óséður hlýtur hann að vera á leiðinni. Og það er könnunin og leitin en á engan hátt hikið sem einkennir sögurnar þar sem sífellt er skipt um sjónarhorn persónanna ólíkt því sem tíðkast í smásögum. Það er hægt vegna þess að það er einmitt þessi afstaða sem tengir þær saman. Við lestur verka Roskva Koritzinsky öðlumst við hlutdeild í hinu augljósa sem okkur er svo oft sagt að gleyma: Að tungumálið er ekki eitthvað sem skilgreinir, flokkar og merkir hvert og eitt okkar heldur það sem gerir það að verkum að við öndum, saman.

Á hverjum morgni: þörfin fyrir að hverfa fyrir fullt og allt, að stökkva út um gluggann eða drekka mig í hel, og síðan þurra síðdegisskynsemin: Ekki gefast alveg upp, bara smá, alltaf, þannig að enginn taki eftir því.