Too Good To Go (Danmörk)

Too Good To Go - Danmark
Photographer
norden.org
Smáforrit sem gerir neytendum kleift að versla ódýr matvæli skömmu fyrir lokunartíma og sporna þannig gegn matarsóun

„Too Good To Go“ hlýtur tilnefningu sem nýskapandi stafræn þjónusta sem stuðlar að því á einfaldan og aðgengilegan hátt að breyta viðhorfum neytenda og verslunarrekenda til matarsóunar og auðlindanýtingar.

Þjónustan leggur áherslu á að draga úr neyslu á matvælum og auðlindum í samfélaginu. Öfugt við mörg sambærileg forrit birtir „Too Good To Go“ ekki auglýsingar um tilboð í verslunum. Hugmyndin að baki forritinu getur verið öðrum hvatning til að koma á fót svipuðum verkefnum í öðrum geirum, en hún hefur þegar náð til margra landa.

Verkefnið er í samræmi við ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun, sem ganga meðal annars út á að draga úr matarsóun og auðlindanotkun almennt.