Tróndur Bogason

Tróndur Bogason
„Barbara” eftir Tróndur Bogason

Tróndur Bogason (fæddur 1976) nam tónsmíðar í Kaupmannahöfn hjá Ib Nørholm, Hans Abrahamsen og Bent Sørensen. Einnig nam hann tónsmíðar í Haag hjá Martijn Padding og Louis Andriessen. Hann hefur skrifað verk fyrir mismunandi samleikshópa, fyrst og fremst í Evrópu, og í verkum hans er oft að finna tilbrigði við raftónlist og/eða leik með rými og víddir. Í verkinu Babel (2007) er ellefu tónlistarmönnum skipt á milli þriggja herbergja þar sem þeir spila þrjú mismunandi tónverk á sama tíma. Sérhvert verk hefur sín sérkenni og er áheyrendum frjálst að fara á milli herbergja og hlýða á verkin. Í verkinu Barbara er nálgunin svipuð þótt allt fari fram í sama herbergi. Fjórir hefðbundnir færeyskir Kingo-sálmar eru sungnir af kór eða einsöngvara, stundum einn, stundum tveir eða fleiri, í mismunandi hljóðumhverfi. Tónverkið var samið fyrir samtímadanssýningu sem byggir á skáldsögu Jørgen-Frantz Jacobsens. Tróndur Bogason hefur unnið til nokkurra verðlauna og hlotið ýmsa styrki. Árið 2010 hlaut hann starfsstyrk til þriggja ára frá.