Verðlaunahafi 1998

Verkefnið „Jarðvegsvernd" og dr. Ólafur Arnalds stjórnandi þess, Íslandi

Verkefnið „Jarðvegsvernd" og stjórnandi þess Dr. Ólafur Arnalds fékk verðlaunin fyrir „einstaka miðlun á þekkingu um jarvegsrof á Íslandi og mikilvægi þess að varðveita ræktarland á Norðurlöndum og heiminum öllum.

Dómnefndin lagði áherslu á að um væri að ræða upplýsingaverkefni, sem hefði aukið þekkingu Íslendinga á jarðvegsrofi og skapað skilning á alvarlegu ástandi landsins, og frætt þjóðina um uppbyggilegar aðgerðir.

Verkefnið hefur þannig myndað grundvöll virkrar þátttöku Íslands í verkefnum ESB um þetta mál og í „samningi Sameinuðu þjóðanna gegn eyðimerkurmyndun”. Dómnefndin leggur einnig áherslu á að um er að ræða fræðsluverkefni sem nær til breiðs hóps, að boðskapurinn er skýr og að málið er ofarlega á baugi bæði staðbundið og á alþjóðavettvangi.