YLE fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“ – Finnland

YLE
Photographer
YLE
Alvarlegt málefni með jákvæðan boðskap.

YLE er tilnefnt til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2020 fyrir herferðina „Bjargið frjóberunum“.

Þetta snýst um að plönturnar lifi af og þar með við sjálf. Með húmorinn að vopni er í herferðinni dregin fram sú ógnvekjandi staðreynd að meira en 40% frævandi skordýra er í útrýmingarhættu og um leið er hlutverki frjóbera fyrir líffræðilega fjölbreytni í náttúrunni lýst. „Buzzers make the world go round“ heyrist hljóma því án þeirra verða bæði náttúran og matvælin okkar einsleit. Herferðin vekur athygli okkar á því að við getum einnig þakkað skordýrunum fyrir bæði bláber, kaffi og súkkulaði.

 

Markhópurinn er allur almenningur og jákvæður tónn er notaður til þess að hvetja fólk til að leggja sitt af mörkum við að bæta líf frjóberanna. Til dæmis með því að hætta að slá grasflötina, byggja skordýrahótel, hætta að nota eiturefni og planta blómum sem laða að frævandi skordýr.

 

Á heimasíðu YLE er að finna reiknivél þar sem fólk getur skráð framlag sitt og fylgst með sameiginlegu framlagi. Herferðin hefur skilað 70.000 framlögum og náð til mikils fjölda fólks. Herferðin fer fram gegnum vef, sjónvarp, útvarp og á samfélagsmiðlum og unnið var með ýmsum samtökum ásamt finnska landbúnaðar- og skógræktarráðuneytinu.