Bengt Forsberg

Bengt Forsberg
Ljósmyndari
Bengt Forsberg
Bengt Forsberg er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Í hverju því sem Bengt Forsberg píanóleikari tekur sér fyrir hendur eru næmni og hlýja aldrei langt undan. Hann lætur blæbrigði tónlistarinnar titra. Sem einleikari og flytjandi kammertónlistar leitar hann ötullega uppi stórfengleg tónverk sem hafa lent milli stafs og hurðar í tónlistarsögunni.

Bengt Forsberg er fæddur árið 1952 í Edsleskog. Hann hugðist upphaflega verða organisti, en breytti um kúrs og hóf að einbeita sér að píanóleik. Að loknu framhaldsnámi í píanóleik í Kaupmannahöfn og London hóf hann feril sem konsertpíanisti – ósjaldan með tiltölulega óþekkt og strembin verk tónskáld á borð við Charles Alkan og Kaikhosru Sorabji á efnisskránni. Hann hefur leikið undir söng Anne Sofie von Otter á fjölda hljómplatna yfir margra ára skeið, meðal annars hjá útgáfunni Deutsche Grammophon. Plata hans Neglected works for piano hlaut mikla athygli og inniheldur fjölda verka eftir tónskáld sem hafa ekki notið hylli þrátt fyrir mikla hæfileika, svo sem Amy Beach, Vítĕzslava Kaprálová, Ruth Sofia Almén og Grażyna Bacewicz.