Joakim Milder

Joakim Milder
Ljósmyndari
Joakim Milder
Joakim Milder er á meðal hinna 13 listamanna og hópa sem tilnefndir eru til tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2019.

Ekki verður litið framhjá mikilsverðu framlagi Joakims Milder sem tónlistarmanns og kennara. Joakim er fjöltyngdur tónlistarmaður, hvetjandi fulltrúi spunatónlistar og kann þá list að vekja umræður um eigið listform. Frá árinu 2013 hefur hann gegnt stöðu listræns stjórnanda hjá stórsveitinni Norrbotten Big Band og öðlast aukna dýpt sem listamaður fyrir vikið.

Joakim Milder er fæddur árið 1965 í Tyresö. Síðan hann lauk námi í Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi hefur hann verið afkastamikill sjálfstætt starfandi tónlistarmaður og kennari. Frá 2006 hefur Joakim kennt spuna og samleik við Konunglega tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Fyrsta hljómplata Joakims Milder, Life in life, kom út 1988. Fyrir aðra plötu sína, Still in motion, hlaut hann Gullnu skífuna sem eru verðlaun sænska tímaritsins Orkesterjournalen. Joakim Milder hefur átt samstarf við fjölda spunatónlistarfólks í fremstu röð víðsvegar að úr heiminum, en þar á meðal eru Lina Nyberg, Georg Riedel, Bobo Stenson, Katrine Madsen og Marcin Wasilewski.