Hver getur unnið umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2021? Tilnefningar kunngjörðar

03.09.21 | Viðburður
Shareable Miljöpriset
Photographer
norden.org
Föstudaginn 3. september kl. 11.00–11.30 í Norræna húsinu í Reykjavík og beinu vefstreymi

Upplýsingar

Dates
03.09.2021
Time
11:30 - 12:00
Location

Nordens Hus
Reykjavik
Ísland

Type
Online

Átta tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2021 verða kunngjörðar í Norræna húsinu föstudaginn 3. september kl. 11.30-12.00.  

Tilnefnd eru verkefni þar sem eitthvað eftirtektarvert hefur verið lagt af mörkum til að stuðla að þróun í átt til sjálfbærra matvælakerfa.

Umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, mun kynna tilnefningarnar ásamt Rakeli Garðarsdóttur dómnefndarfulltrúa og aðgerðasinna. Fulltrúar úr ungmennaráði heimsmarkmiðanna munu segja frá sinni sýn á ábyrga framleiðslu og neyslu matvæla.

ÓHÓF, átak gegn matarsóun, verður kynnt stuttlega.

Í takt við þema verðlaunanna í ár verður boðið upp á grænan og vænan mat í gróðurhúsinu við Norræna húsið eftir viðburðinn.

Dagskráin er liður í lýðræðishátíðinni Fundi fólksins sem fer fram í og við Norræna húsið 3. og 4. september. Þau sem ekki komast á staðinn geta fylgst með streymi á vef Norræna hússins og Fundar fólksins, fundurfolksins.is.

Tillögur að tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs koma frá almenningi. Dómnefndinni bárust metfjöldi tillagna í ár eða samtals 138 tillögur að 109 verkefnum.

Markmið verðlaunanna er að efla vitund um náttúru- og umhverfisvernd á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt norrænni starfsemi eða einstaklingi sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir umhverfinu í starfi sínu eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum umhverfinu til góða. Verðlaunaféð er 300.000 danskar krónur. Verðlaunin verða afhent 2. nóvember samhliða þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn.

Frekari upplýsingar um verðlaunin:

Beinar útsendingar