Afhending verðlauna Norðurlandaráðs 2019

29.10.19 | Viðburður
Nordiska rådets prisutdelning i Konserthuset Stockholm
Ljósmyndari
Konserthuset Stockholm/Anna Wernemyr
Verðlaun Norðurlandaráðs verða afhent í tónlistarhúsi Stokkhólms í tengslum við 71. þing Norðurlandaráðs.

Upplýsingar

Staðsetning

Stockholms konserthus
Hötorget 8
103 87 Stockholm
Svíþjóð

Gerð
Verðlaunaafhending
Dagsetning
29.10.2019
Tími
19:30 - 21:00

Hinn 29. október verða verðlaun Norðurlandaráðs afhent á verðlaunahátíð í beinni útsendingu undir stjórn Jessiku Gedin í Konserthuset í Stokkhólmi. Það verða Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, Noura Berrouba, aðgerðasinni í umhverfismálum, rithöfundurinn Johannes Anyuru, leikkonan Lene Cecilia Sparrok og hljómsveitarstjórnandinn og fyrri verðlaunahafinn Susanna Mälkki sem afhenda verðlaunin.

Verðlaunaafhendingin verður í beinni útsendingu á SVT Play

Bein útsending frá tónleikahúsinu í Stokkhólmi hefst á SVT Play klukkan 19.45 að sænskum tíma og hægt verður að fylgjast með henni í öllum norrænu löndunum. Einnig verður sýnt frá verðlaunahátíðinni á norrænu ríkisrásunum. Sjá upplýsingar um tíma í sjónvarpsdagskrá hvers lands.

Upplýsingar til gesta

Boðskort þarf til að geta verið við verðlaunaafhendinguna. Athugið að dyrnar verða opnaðar klukkan 18.30. Allir gestir skulu vera komnir í sæti sín í síðasta lagi klukkan 19.20.