Dagur Norðurlanda: Covid 19 veldur álagi á traust og hreyfanleika

23.03.21 | Viðburður
Øresundsbroen
Ljósmyndari
Ritzau/Scanpix
Er markmið Norrænu ráðherranefndarinnar um að útrýma 8-12 stjórnsýsluhindrunum á ári á sviði atvinnumála, félagsmála, menntamála og í atvinnulífinu í covid19-biðstöðu vegna takmarkana og lokana? Er norræna gullið – hið norræna traust sem fólk ber hvert til annars víkjandi vegna vaxandi tortryggni og ótta fólks hvert við annað? Og ef svo er, hvað getum við gert í því? Um þetta ætlar stjórnmálafólk, almennir borgarar og félagasamtök að ræða nánar.

Upplýsingar

Dagsetning
23.03.2021
Tími
13:00 - 14:00
Staðsetning

Danmörk

Gerð
Online

Samstarf um afnám stjórnsýsluhindrana vegur þungt í norrænu samstarfi og er liður í framtíðarsýn forsætisráðherranna um að Norðurlöndin verði samþættasta svæði heims. Við ætlum að heyra meira um þetta. Málið verður rætt frá dönsku, færeysku, grænlensku – og ekki síst norrænu sjónarhorni.

Dagskrá

  • Norrænt og danskt sjónarhorn – landamærasamstarf og hreyfanleiki, Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs 
  • Grænlenskt sjónarhorn - landamærasamstarf og hreyfanleiki, Lisbeth Møller Jensen, Stjórnsýsluhindranaráðið 
  • Færeyskt sjónarhorn, landamærasamstarf og hreyfanleiki, John Johannessen, Stjórnsýsluhindranaráðið

Umræðurnar standa í 40 mínútur

Inngangur gegnum mynd Flemming Møller Mortensen, samstarfsráðherra í Norrænu ráðherranefndinni

Þátttakendur í umræðum:

  • Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar
  • Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs
  • Malin Dahl, framkvæmdastjóri hjá Øresunddirekt
  • Halvor Stormoen, Norske Torpare (norskir sumarbústaðaeigendur)
  • Charlotte Wrangberg, sendiherra Svíþjóðar í Danmörku

Fundarstjóri: Matts Lindqvist