Norrænt málþing um tungumál í Reykjavík – og á netinu

27.06.22 | Viðburður
språkseminarium event

språkseminarium event

Ljósmyndari
norden.org
Málþing um það hvernig tæknilegar lausnir geta stuðlað að auknum norrænum tungumálaskilningi auk dæma um snjalltól sem aukið geta áhuga almennings, einkum barna og ungmenna, á tungumálum nágrannaþjóða sinna á Norðurlöndum. Hægt verður að taka þátt í málþinginu í Veröld – húsi Vigdísar eða fylgjast með því í beinu streymi á netinu.

Upplýsingar

Dagsetning
27.06.2022
Tími
17:30 - 20:00
Staðsetning

Veröld – hús Vigdísar
Brynjólfsgata 1
Reykjavik
Ísland

Gerð
Viðburður

Bein útsending

Fylgist með beinu streymi 17.30 GMT/19.30 CEST:

Það er þekkingar- og menningarnefnd Norðurlandaráðs sem stendur fyrir málþinginu ásamt Norræna félaginu á Íslandi.

Þátttakendur

  • Camilla Gunell, formaður þekkingar- og menningarnefndar Norðurlandaráðs 
  • Viktor Ingi Lorange, formaður Ungra norrænna, ungmennadeildar Norræna félagsins á Íslandi
  • Auður Hauksdóttir, prófessor í dönsku við Háskóla Íslands
  • Mikael Hiltunen, Svenska Nu
  • Atli Geir Halldórsson, fyrrverandi grunnskólanemandi í Danmörku og Nordplus-styrkþegi 
  • Ragnheiður Helga Þórarinsdóttir, Norræna félaginu á Íslandi og fyrrverandi deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu 
  • Kolbrún Friðriksdóttir, aðjúnkt í íslensku sem öðru máli sem rannsakað hefur svokallað CALL (Computer Assisted Language Learning)
  • Dagbjört J. Þorsteinsdóttir, grunnskólakennari til 25 ára og núverandi dönskukennari við Norðlingaskóla.
  • Jón Yngvi Jóhannsson, fundarstjóri

Dagskrá 27. júní kl. 17.30–20.00 (að íslenskum tíma)

Móttaka með Camillu Gunell og Viktori Inga Lorange

 

Málnotkun á Norðurlöndum (kl. 17.40–19.00)   

Norræn málsamkennd snýst ekki bara um tungumálaskilning heldur einnig um málnotkun. Hvaða úrlausnarefni tengjast norrænni málsamkennd fyrir Skandinavíubúa og aðra? Hver er afstaða ungs fólks til norrænna tungumála? Hver er reynsla þess af því að starfa eða stunda nám í öðru norrænu landi þegar kemur að málnotkun?

  • Framsögn, Auður Hauksdóttir
  • Gott dæmi – Svenska Nu, Mikael Hiltunen 
  • Framsögn, Atli Geir Halldórsson
  • Umræður og spurningar


   


Máltæknileg hjálpargögn  (kl. 19.15–20.00)   

Hvernig geta upplýsingatækni og stafræn hjálpargögn stuðlað að því að efla norræna málsamkennd? Hvernig má nýta þau til að auka skilning á tungumálum grannþjóðanna í Skandianvíu og hvernig geta þau stuðlað að námi og notkun norrænna tungumála sem framandi mála?

  • Framsögn, Kolbrún Friðriksdóttir
  • Framsögn, Dagbjört J. Þorsteinsdóttir
  • Umræður og spurningar


Hugleiðingar að lokum frá Camillu Gunell 
 


 

 

Hagnýtar upplýsingar

Tími: Mánudagur 27. júní kl. 17.30–20.00 (að íslenskum tíma) 19.30–22.00 (að íslenskum tíma)

Staður: Veröld – hús Vigdísar, Brynjólfsgötu 1, Reykjavík (skráningar krafist). Boðið verður upp á kaffi og snittur í hléi.

Á netinu: Einnig verður málþinginu streymt.

Tungumál: Málþingið fer fram á skandinavísku, finnsku og íslensku og verður boðið upp á túlkun á milli sömu mála.

Tengiliður