Bíll í Færeyjum

Bil på Færøerne
Hér er að finna yfirlit yfir atriði sem þú þarft að hafa í huga þegar þú ætlar að flytja bílinn þinn til eða frá Færeyjum.

Bíllinn minn er að fara til Færeyja

Ef þú flytur til Færeyja er meginreglan sú að skrá þarf bílinn í síðasta lagi 14 dögum eftir flutninginn. Þú hefur sama frest upp á 14 daga til þess að láta skoða og samþykkja bílinn hjá Akstovan.

Áður en hægt er að skrá bílinn þarftu að greiða skráningargjöld, CO2-gjöld, veggjöld, fyrirframgreiðslu vegna framleiðslu skráningarmerkja og tryggja bílinn.

Veggjöld eru greidd tvisvar á ári: 2. janúar og 1. júlí. Ef þú greiðir ekki á réttum tíma getur Akstovan innheimt frekari gjöld og látir þú með öllu undir höfuð leggjast að greiða klippir lögreglan númerin af bílnum. Gjöldin ákvarðast af kolefnislosun, notkun, þyngd og afli ökutækis.

Ef þú ætlar að dvelja í Færeyjum skemur en eitt ár geturðu sótt um leyfi hjá Akstovan til að aka bíl í Færeyjum sem skráður er erlendis. Umsóknareyðublað og reglur má nálgast á heimasíðu Akstovan. Þú þarft m.a. að biðja atvinnurekandann þinn að staðfesta við Akstovan hversu lengi þú ætlar að dvelja í Færeyjum. Þú átt þá að greiða veggjöld og tryggingar í því landi sem þú kemur frá. Jafnframt heldur þú erlendum númerum meðan þú dvelur í Færeyjum.

Nálgast má upplýsingar um reglur, vinnuaðferðir, verð og annað á heimasíðu Akstovan https://akstovan.fo

Vakni aðrar spurningar er mælt með því að senda póst á akstovan@akstovan.fo

Bíllinn minn er að fara frá Færeyjum

Ef ökutæki þitt er skráð þarftu að láta vita til Akstovan    ef þú ert að fara í burtu tímabundið í meira en fimm mánuði. Þetta á að gerast í síðasta lagi 14 dögum eftir flutning eða brottför.

Akstovan getur í sérstökum tilvikum gefið leyfi til þess að ökutækið sé áfram skráð í Færeyjum ef reglurnar í landinu sem dvalið er í koma ekki í veg fyrir það og háð vissum skilyrðum:

  • Skyldutrygging sé frágengin
  • Veggjöld séu greidd eins og lög gera ráð fyrir
  • Aðsetursskipti séu tilkynnt til Akstovan.
  • Bíllin hafi farið í gegnum lögbundna skoðun

Mælt er með því að þú kynnir þér reglur um skráningu bifreiða áður en þú flytur til eða frá Færeyjum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna