Endurhæfingarlífeyrir í Noregi

Mann jobber
Ljósmyndari
Jens Nytoft Rasmussen/norden.org
Hér geturðu nálgast upplýsingar um reglur um endurhæfingarlífeyri í Noregi.

Ef þú ert frá vinnu vegna veikinda eða meiðsla en stefnir að því að snúa aftur til vinnu geturðu átt rétt á endurhæfingarlífeyri (AAP) til að bæta upp tekjutap. Norska vinnumála- og velferðarstofnunin (NAV) annast greiðslur endurhæfingarlífeyris í Noregi.  

Hvað er endurhæfingarlífeyrir?

Þú getur átt rétt á endurhæfingarlífeyri þegar þú stefnir að því að komast aftur í vinnu og tekur virkan þátt í endurhæfingu. Á meðan þú færð endurhæfingarlífeyri er þér skylt að mæta á fundi sem NAV boðar þig á, að semja starfsmiðaða endurhæfingaráætlun og fylgja henni eftir, að afhenda upplýsingar og gögn sem NAV fer fram á og taka þátt í endurhæfingu sem þú og ráðgjafi þinn hjá NAV hafið komið ykkur saman um.

Áttu rétt á endurhæfingarlífeyri?

Þú þarft að vera njóta almannatrygginga í Noregi til að eiga rétt á endurhæfingarlífeyri. Starfsgetan þarf að vera skert um að minnsta kosti 50%. Veikindi, meiðsl eða fötlun þurfa að vera ein ástæða þess að þú ert óvinnufær.

Áður en þú getur sótt um endurhæfingarlífeyri þarftu að skrá þig sem atvinnuleitanda á vefsíðunni nav.no. Þú sækir rafrænt um endurhæfingarlífeyri. Umsókninni þarf að fylgja talsvert af upplýsingum og gögnum. Hringdu í NAV ef þig vantar leiðsögn. Ef starfsgeta þín er 50% eða minni geturðu sótt um lífeyrinn hvenær sem er. Greiðslur á endurhæfingarlífeyri hefjast í fyrsta lagi frá þeim degi sem þú sækir um hann.

Endurhæfingarlífeyrir er greiddur í þrjú ár að hámarki. Meginreglan er sú að þú búir í Noregi þegar þú færð endurhæfingarlífeyri.

Þú getur sótt um að halda endurhæfingarlífeyrinum ef þú flytur til annars norræns lands eða EES-lands. Gerðar er kröfur um að þú takir þátt í vinnumarkaðstengdum úrræðum og/eða endurhæfingu í landinu sem þú flytur til. Þú verður að kanna hjá NAV áður en þú flytur hvort þú getir tekið lífeyrinn með þér úr landi.

Skilyrði fyrir því að fá endurhæfingarlífeyri er að þú takir virkan þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði. Það kallast virkniskylda. Í henni felst að þú takir virkan þátt í endurhæfingu með starfshæfni að markmiði, til að mynda vinnumarkaðstengdum úrræðum.

Auk þess eru önnur úrræði fyrir hendi sem miða að endurkomu einstaklinga í vinnu.

Hvaða reglur eiga við ef þú ert nýflutt/ur til Noregs en varst í endurhæfingu í landinu sem þú fluttir frá.

Ef þú færð fjárhagslega aðstoð frá heimalandi þínu geturðu sótt um að halda henni þegar þú flytur til Noregs. Þú þarft að hafa samband við yfirvald í heimalandinu til að fá að vita hvort þetta sé hægt. ​

Hver getur veitt þér svar við spurningum?

Leitaðu til NAV ef þú ert með spurningar um endurhæfingargreiðslur eða önnur úrræði vegna langtíma veikindafjarvista.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna