Fæðingarorlof á Grænlandi

Mother with baby in Nuuk
Photographer
Mads Schmidt Rasmussen / norden.org
Hér er að finna upplýsingar um rétt á orlofi við fæðingu eða ættleiðingu á Grænlandi.

Þegar börn fæðast, eiga foreldrar rétt á orlofi frá starfi sínu. Sama á við þegar börn eru ættleidd eða tekin í fóstur. Þó er munur á lengd orlofsins.

Það er ekki heimilt að vinna eða taka sér frí á meðan fæðingarorlofið varir. Ef byrjað er að vinna á ný eða uppsafnað frí frá vinnustað nýtt, verður hlé á orlofinu.

Orlof við fæðingu

Móðirin

Móðir hefur rétt á fæðingarorlofi sem byrjar tveim vikum fyrir settan dag og varir 15 vikur frá fæðingu. Ef fæðast tvíburar getur hún - allt eftir því hvernig samningur hennar við vinnuveitanda er - lengt fæðingarorlofið þangað til 19 vikum eftir fæðingu.

Sé þetta áhættumeðganga, eða ef læknir metur sem svo að starfið beri með sér áhættu fyrir heilsu hinnar óléttu eða barnsins, er hægt að byrja orlofið fyrr en tveim vikum fyrir settan dag. Einnig er hægt að lengja orlofið ef barnið þarf á spítaladvöl að halda á meðan orlofið varir eða ef barnið útskrifast ekki innan eðlilegra tímamarka eftir fæðinguna.

Faðirinn

Faðir á rétt á þriggja vikna fæðingarorlofi á fyrstu 15 eða 19 vikum eftir fæðingu barns/tvíbura.

Orlof við ættleiðingu

Ef barn er ættleitt, gilda sömu réttindi um orlof og við fæðingu. Þó er ekki hægt að hefja orlofið 2 vikum fyrir settan fæðingardag.

Ef ættlæða á grænlenskt barn, er hægt að hefja orlofið einni viku fyrir áætlaðan komudag barnsins. Ef ættlæða á erlent barn, er hægt að hefja orlofið þremur vikum fyrir áætlaðan komudag barnsins. Ef halda á orlof vegna komu ættleidds barns erlendis frá, verður ættleiðingin að vera á vegum lögmætrar ættleiðingarskrifstofu eða vegna fjölskyldusameiningar.

Réttur til 1-3 vikna orlofs til þess að taka á móti barninu gildir aðeins ef barnið er ókunnugt.

Eftir að barnið er komið, eiga foreldrar sameiginlega rétt á 15 vikna orlofi ef um eitt barn er að ræða, en 19 vikna ef börnin eru fleiri. Af þeim vikum er hægt að halda þrjár sameiginlega. Restinni af orlofinu skipta foreldrarnir á milli sín.

Orlof vegna fósturbarna

Sé barni sem ekki er orðið þriggja ára komið fyrir í fóstri í meira en ár, getur sveitarfélagið tekið ákvörðun um að fósturforeldrar fái orlof í tengslum við móttöku barnsins.

Sé barni á aldrinum þriggja til tólf ára komið fyrir í fóstri í meira en ár, getur slíkt orlof verið allt að tveimur vikum.

Foreldraorlof

Strax eftir fæðingarorlofið eiga foreldrar sameiginlegan rétt á 21 vikna foreldraorlofi - 25 vikna ef um tvíbura er að ræða. Foreldraorlofinu er hægt að skipta milli foreldra, en ekki taka á sama tíma. Ef óskað er eftir því að vera í fríi saman á meðan foreldraorlofið varir, þarf annar aðilinn að taka sér frí.

Reglur um foreldraorlof gilda bæði um fæðingu og ættleiðingu.

 

Hvernig sækir þú um orlof?

Það á að láta vinnuveitanda vita hvenær áform eru um að halda fæðingarorlof.

Konu ber skylda til þess að láta  vinnuveitanda vita um fyrirhugað fæðingarorlof í síðasta lagi 13 vikum fyrir settan dag. Konunni ber einnig að tilkynna vinnustaðnum áður en 12 vikur eru liðnar frá fæðingu hvenær hún hyggst snúa aftur til vinnu.

Karli ber skylda til þess að láta vinnuveitanda vita um fyrirhugað fæðingarorlof í síðasta lagi 4 vikum fyrir áætlaðan fyrsta dag orlofs. Hann verður að taka þær innan 12 vikna frá fæðingu.

Áttu rétt á orlofsgreiðslum vegna fæðingarorlofs?

Hvort sem viðkomandi er launþegi, atvinnulaus, í námi eða sjálfstætt starfandi eiga þau rétt á fæðingarorlofsgreiðslum. Upphæðin er mismunandi.

Nánar um fæðingarorlofsgreiðslur:

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna