Fæðingarorlofsgreiðslur á Grænlandi

Þessar reglur gilda bæði um fæðingar og ættleiðingar.
Réttur til orlofs og dagpeninga í fæðingarorlofi
Dagpeningar eru greiddir samkvæmt föstum taxta á tímann og eru á hverjum tíma jafnháir lágmarkslaunum ófaglærðra sem eru orðnir átján ára, í samræmi við kjarasamninga milli SIK hins opinbera.
Taxtinn kemur fram í tilkynningum um félagslegar greiðslur sem eru birtar á heimasíðu Naalakkersuisuts.
Ekki er hægt að framlengja eða fresta hluta þess tímabils sem þú tekur við dagpeningum í fæðingarorlofi.
Har du ret til barselsdagpenge i Grønland?
Når du går på barselsorlov, har du ret til at modtage barselsdagpenge som en økonomisk hjælp under barslen.
For at have ret til at modtage grønlandske barselsdagpenge, skal du:
- Have folkeregisteradresse i Grønland
- Ikke modtage løn fra din arbejdsgiver under orloven
- Have arbejdet mindst én time i de sidste 13 uger
- Leve op til betingelserne i barselslovgivningen
Hvor meget du får udbetalt, afhænger af om du er lønmodtager, ledig, under uddannelse, selvstændig eller bor sammen med en selvstændig.
Barselsdagpenge udbetales hver 14. dag og er skattepligtige.
Eftirfarandi reglur eiga einnig við um maka eða sambýlisfólk sem tekur þátt í atvinnurekstrinum.
Til þess að sjálfstætt starfandi einstaklingur eigi rétt á dagpeningum í fæðingarorlofi þarf viðkomandi að stöðva starfsemi fyrirtækisins eða fela rekstur þess öðrum meðan á orlofi stendur.
Makar eða sambýlisfólk sjálfstætt starfandi einstaklinga sem taka ekki þátt í atvinnurekstri makans.
Stundir þú launaða vinnu auk þess að vera sjálfstætt starfandi áttu rétt á dagpeningum í fæðingarorlofi bæði sem launþegi og sjálfstætt starfandi.
Ef þú átt ekki rétt á námsstyrk (SU), starfsnámsstyrk eða starfsnámslaunum meðan á fæðingarorlofinu stendur áttu rétt á dagpeningum sem nema upphæð námsstyrks, starfsnámsstyrks eða starfsnámslauna ásamt barnabótum vegna hvers barns sem þú ert með á framfæri.
Þú átt ekki rétt á dagpeningum í fæðingarorlofi ef þú tekur við opinberum bótum, færð námsstyrk, fjárhagsaðstoð eða örorkubætur.
Hvis du modtager SU, kontanthjælp eller førtidspension, har du ikke ret til barselsdagpenge.
Sækja um dagpeninga í fæðingarorlofi
Sótt er um dagpeninga í fæðingarorlofi gegnum borgaraþjónustuna (Borgerservice). Gæta þarf að því að sækja um í síðasta lagi fimm mánuðum eftir að þú hættir að fá laun, námsstyrk eða aðrar tekjur vegna þess að þú hefur hafið töku orlofs.
Til þess að sækja um dagpeninga í fæðingarorlofi skal hafa sambandi við næstu borgaraþjónustu eða skrifstofu sveitarfélagsins. Einnig er hægt að sækja um dagpeninga í fæðingarorlofi gegnum sullisivik.gl.
Konur – skulu senda eða hafa meðferðis:
- útfyllta umsókn
- þungunarvottorð frá ljósmóður
- launaseðla síðustu 13 vikna
- skattkort
- bankaupplýsingar
- staðfestingu þess að þú fáir ekki greidd laun frá atvinnurekanda þínum
Karlar – feður skulu senda eða hafa meðferðis:
- útfyllta umsókn
- launaseðla síðustu 13 vikna
- skattkort
- bankaupplýsingar
- útfyllt faðerniseyðublað frá lögreglu, sértu ekki kvæntur móðurinni.
- staðfestingu þess að þú fáir ekki greidd laun frá atvinnurekanda þínum
Skráður faðir barns getur sótt um greiðslur í fæðingarorlofi jafnvel þótt barnið búi ekki hjá honum.
Kjörforeldrar
Kjörforeldrar eiga sama rétt til fæðingarorlofs og aðrir foreldrar, þó eiga þeir ekki rétt á meðgönguorlofi tvær vikur fyrir fæðingu.
Að auki eiga eftirfarandi reglur við um foreldra sem ekki þekkja barnið fyrir:
- Ef þú ert að ættleiða barn á Grænlandi áttu rétt á orlofi viku áður en þú tekur við barninu.
- Ef þú ert að ættleiða barn utan Grænlands áttu rétt á þriggja vikna orlofi áður en þú tekur við barninu.
Sé verið að ættleiða barn skráðs maka á sá/sú sem ættleiðir rétt á þriggja vikna fæðingarorlofi á fyrstu 15 vikum eftir fæðingu barnsins.
Fósturforeldrar
Sé barni sem ekki er orðið þriggja ára komið fyrir í fóstri getur sveitarfélagið tekið ákvörðun um að annað fósturforeldrið fái orlof í tengslum við móttöku barnsins. Sé barnið á aldrinum þriggja til tólf ára getur slíkt orlof verið allt að tveimur vikum. Eingöngu er hægt að veita slíkt orlof þegar um er að ræða fóstur sem ætlað er að standa í eitt ár eða lengur.
Hvaða reglur gilda ef þú flytur til annars norræns lands áður en orlof hefst eða meðan á því stendur
Uppfylla þarf skilyrði um starfsland til þess að eiga rétt á dagpeningum í fæðingarorlofi frá Grænlandi ef flutt er til annars norræns ríkis.
Hvert á að leita ef spurningar vakna?
Ef spurningar vakna skal hafa samband við það grænlenska sveitarfélag sem þú átt heima í eða ert að hugsa um að flytja til.
Nánari upplýsingar
*Mundu að taka fram í hvaða sveitarfélagi þú átt heima.
Hvis du flytter til et andet nordisk land før eller under barselsorlov
Hvis du er berettiget til grønlandske barselsdagpenge, når du begynder din barselsorlov, kan du tage dine barselsdagpenge med dig, hvis du flytter til et andet nordisk land under orlovsperioden.
Hvis du flytter til et andet nordisk land, før din orlovsperiode begynder, skal du kontakte de lokale myndigheder i den kommune, du flytter til, for at sikre dig at du er berettiget til barselsdagpenge eller lignende ydelse.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.