Fjárhagsstuðningur vegna hjálpartækja á Íslandi

Fjárhagsstuðningur vegna hjálpartækja
Ef þú býrð á Íslandi, ert ríkisborgari í öðru norrænu landi og þarft á hjálpartækjum að halda átt þú sama rétt til að sækja um opinberan stuðning og aðrir sjúkratryggðir á Íslandi.
Hvaða hjálpartæki er hægt að sækja um stuðning fyrir?
Ef þú ert sjúkratryggður á Íslandi er hægt að sækja um stuðning til Sjúkratrygginga Íslands bæði vegna þeirra hjálpartækja sem einstaklingur þarfnast fyrir daglegt líf sitt og fyrir umönnun og meðferð.
Umsókn er send rafrænt í gegnum Gagnagátt eða Sögu sjúkraskrá af heilbrigðisstarfsmanni, hún þarf að innihalda:
-
Rökstuðning fyrir þörf á hjálpartæki út frá færni, fötlun og heilsu
-
Upplýsingar úr sjúkraskrá um sjúkdómsgreiningar (ICD númer) og sjúkrasögu þegar um fyrstu umsókn er að ræða
-
Þegar um er að ræða fyrstu umsókn er umsögn og/eða færnimat heilbrigðisstarfsmanns nauðsynleg. Ef breyting verður á sjúkdómsástandi/fötlun getur þurft nýja umsögn hlutaðeigandi heilbrigðisstarfsmanns.
Dæmi um þau hjálpartæki sem Sjúkratryggingar Íslands eru með greiðsluþátttöku.
Hjálpartæki í bifreiðar
Sjúkratryggingar Íslnds greiða eða taka þátt í kaupum á nauðsynlegum hjálpartækjum eftir ákveðnum reglum.
Það er ýmiss búnaður í bifreiðar sem nauðsynlegur er vegna fötlunar ökumanns. T.d. styrkur vegna sjálfskiptingar, sérstakra breytinga á hemlabúnaði og bensíngjöf og bílalyftu fyrir hjólastólanotendur.
Hjálpartæki til notkunar í skólum
Sjúkratryggingum Íslands er heimilt að veita styrki vegna tveggja hjálpartækja af sömu gerð til mikið faltaðra barna og unglinga sem vegna skólagöngu (leikskóla og grunnskóla) eða dvalar á þjólfunar- og dagvistunarstofnunum yrðu ella að vera án hjálpartækja sinna daglangt.
Hjálpartæki til tjáskipta
Sjúkratryggingar Íslands greiða hjálpartæki til tjáskipta vegna mikilla örðugleika við munnlega og/eða skrifleg tjáskipti eftir ákveðnum reglum.
Það eru til ýmiss konar lausnir til að auðvelda tjáskipti, þar má nefna einfaldar lausnir svo sem skriffæri, samskiptabækur og myndaspjöld.
Hjálpartæki til notkunar á sambýlum
Þeir sem búa á sambýli og eru sjúkratryggðir eiga sama rétt og þeir sem búa á einkaheimilum til einstaklingsbundinna hjálpartækja, svo sem göngutækis, sérútbúins rúms, borðáhalda og hjálpartækja til að klæðast.
Hjálpartæki á heilbrigðisstofnunum, dvalar- og vistheimilum
Sjúkratryggingar Íslands greiða ekki styrki vegna hjálpartækja til þeirra sem vistast á sjúkrastofnunum. Hið sama gildir um öldrunarstofnanir, vistheimili, heimili fyrir börn og aðrar sambærilegar stofnanir. Í þeim tilvikum skal viðkomandi sjúkrahús eða stofnun sjá vistmönnum fyrir öllum hjálpartækjum.
Hvern ættir þú að hafa samband við ef spurningar vakna?
Ef þú vilt fá nánari upplýsingar varðandi hjálpartæki þá er hægt að hafa samband við þjónustuver Sjúkratrygginga Íslands í síma 515-0000. Einnig er að finna mikið magn upplýsinga á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.