Greiðslur til aðstandenda við andlát á Grænlandi

Áttu rétt á greiðslum frá hinu opinbera við fráfall maka?
Meginreglan er sú að þú átt ekki rétt á greiðslum frá hinu opinbera þegar maki fellur frá. Þó eru einhverjar undantekningar frá þeirri reglu:
- Ef maki þinn þáði örorkulífeyri færð þú lífeyri hins látna greiddan í tvo mánuði eftir lok þess mánaðar sem andlátið átti sér stað í.
- Ef maki þinn þáði ellilífeyri færð þú lífeyri hins látna greiddan í tvo mánuði eftir lok þess mánaðar sem andlátið átti sér stað í.
Nánari upplýsingar um lífeyrisgreiðslur á Grænlandi:
Áttu rétt á greiðslu ef foreldri þitt eða forsjáraðili fellur frá?
Þú átt ekki rétt á neinum greiðslum í tengslum við fráfall foreldris þíns eða forsjáraðila.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.