Ellilífeyrir á Grænlandi

Boligblokke i Nuuk
Ljósmyndari
Mats Bjerde
Hér er að finna upplýsingar um reglur sem gilda um ellilífeyri á Grænlandi.

Átt þú rétt á ellilífeyri á Grænlandi?

Rétturinn til ellilífeyris er háður því að umsækjandinn sé með danskan ríkisborgararétt. Þetta á þó ekki við um fólk sem heyrir undir Norrænan sáttmála um almannatryggingar eða fólk sem hefur haft fasta búsetu á Grænlandi að minnsta kosti þrjú síðustu árin áður en sótt er um. 

Sé umsókn um ellilífeyri send eftir að lífeyrisaldri er náð verður skilyrðinu um búsetu að hafa verið náð á því ári sem umsækjandi öðlaðist réttinn til ellilífeyris.

Rétturinn til ellilífeyris er háður því að umsækjandi hafi fasta búsetu á Grænlandi, einhverju hinna norrænu ríkjanna eða í landi sem EES-samningurinn nær til.

Rétturinn til ellilífeyris á Grænlandi er háður því að viðkomandi hafi verið búsettur fast þrjú ár að lágmarki á Grænlandi, í Danmörku eða Færeyjum á tímabilinu frá því hann/hún varð 15 ára og fram að lífeyrisaldrinum.

Hvenær er hægt að fá greiddan grænlenskan ellilífeyri?

Viðkomandi verður að vera orðinn 66 ára. Þó á einstaklingur sem hefur misst þrek eftir að lágmarki 35 ára erfiða líkamlega eða andlega vinnu rétt til þess að fá greiddan ellilífeyri frá því hann/hún verður 65 ára og frá 1. janúar 2021 frá því hann/hún verður 66 ára. 

Lífeyrisaldurinn hækkar í 67 ár frá 1. janúar 2021. Þó geta yfirvöld sveitarfélags ákveðið að lífeyrisaldurinn hækki ekki í 67 ár fyrr en 1. janúar 2025 hjá fólki sem hefur misst þrek eftir að lágmarki 35 ára erfiða líkamlega eða andlega vinnu.

Hvernig er sótt um ellilífeyri?

  Ef þú átt heima á Grænlandi

  Þú sækir um ellilífeyri í því sveitarfélagi þar sem þú átt heima. Ef þú ert með NemID (rafrænt skilríki) geturðu sótt um á sullissivik.gl. Ef þú átt heima á Grænland og sækir um ellilífeyri frá öðru norrænu ríki þarftu að hafa samband við Socialstyrelsen (félagsmálastofnun) sem heyrir undir Departementet for Sociale Anliggender (félagsmálaráðuneytið).

  Má flytja grænlenskan ellilífeyri með sér til annars norræns ríkis?

  Almenna reglan er sú að ekki að hægt að flytja með sér ellilífeyri.

  Ef flutt er til annars norræns ríkis skal hafa samband við viðeigandi stofnun í því landi. Sú stofnun mun liðsinna þér varðandi umsókn um grænlenskan ellilífeyri. 

  Hvernig er ellilífeyrir greiddur við andlát?

  Við andlát ellilífeyrisþega greiðist ellilífeyrir hins látna til maka hans/hennar, sé hann til staðar, í tvo mánuði frá lokum þess mánaðar sem andlátið átti sér stað.

  Maki telst sá/sú vera sem er gift/ur ellilífeyrisþeganum, skráð/ur í sambúð með honum/henni eða hefur búið með viðkomandi sem maki í meira en eitt ár.

  Hvernig er hægt að fá upplýsingar um lífeyrisrétt sem hefur áunnist á Grænland?

  Ef þú átt heima á Grænlandi geturðu samband við það sveitarfélag sem þú átt heima í. 

  Ef þú átt heima utan Grænlands skal hafa samband við viðeigandi stofnun í því landi sem þú átt heima. 

  Hvar geturðu aflað þér upplýsinga? 

  Ef spurningar snúa að lagasetningu varðandi ellilífeyri má hafa samband við félagsmálaráðuneytið.

  Ef spurningar snúa að umsókn um grænlenskan ellilífeyri má hafa samband við félagsmálastofnunina.

  Ef þú át heima í öðru norrænu ríki

  Ef þú átt heima í öðru norrænu ríki en Grænlandi áttu að hafa samband við viðeigandi stofnun í því landi sem þú átt heima í.

  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna