Húsnæðisbætur á Íslandi

Húsnæðisbætur á Íslandi
Hér er að finna upplýsingar um möguleika sem eru fyrir hendi til að fá húsnæðisbætur á Íslandi.

Húsnæðisbætur

Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur sem eru ætlaðar til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði, hvort sem er í félagslega kerfinu, stúdentagörðum eða á hinum almenna leigumarkaði.

Húsnæðisbætur eru bæði tekju- og eignatengdar þannig að allar tekjur og eignir umsækjanda og heimilismanna sem eru 18 ára eða eldri eru lagðar saman og mynda þannig samanlagðan tekjustofn og samanlagðan eignastofn sem koma til lækkunar húsnæðisbóta ef þeir eru hærri en frítekjumörkin. Frítekjumörkin hækka líka eftir því hversu margir eru í heimili.

Átt þú rétt á húsnæðisbótum ?

Til að eiga rétt á húsnæðisbótum þurfa umsækjandi og heimilismenn hans að uppfylla nokkur skilyrði.

Þau eru:

  • Umsækjandi og heimilismenn þurfa að vera búsettir í íbúðarhúsnæðinu og eiga þar lögheimili.
  • Umsækjandi um húsnæðisbætur þarf að hafa náð 18 ára aldri. Aðrir heimilismenn þurfa ekki að vera orðnir 18 ára.
  • Íbúðarhúsnæðið þarf að lágmarki að hafa eitt svefnherbergi, séreldunaraðstöðu, sérsnyrtingu og baðaðstöðu.
  • Umsækjandi þarf að vera aðili að þinglýstum leigusamningi til a.m.k. þriggja mánaða.
  • Umsækjandi og aðrir heimilismenn, sem eru eldri en 18 ára, þurfa að gefa samþykki sitt til upplýsingaöflunar.

 

Frá þessum skilyrðum eru þó undanþágur, t.d. fyrir námsmenn og fólk sem býr á sambýlum eða dvelur tímabundið á áfangaheimilum. Þá eru einnig sérstakar undanþágur fyrir þá sem dvelja fjarri lögheimili vegna veikinda eða tímabundið vegna vinnu.

Að sækja um húsnæðisbætur

    Sérstakur húsnæðisstuðningur

    Sveitarfélög eru skyldug til að veita sérstakan húsnæðisstuðning til þeirra sem búa við erfiðar fjárhagslegar og/eða félagslegar aðstæður.

    Sækja þarf um stuðninginn hjá velferðar-/félagsþjónustu sveitarfélaganna.

    Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?

    Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Íbúðarlánasjóðs. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 569-6900.

    Hafa samband við yfirvöld
    Spurning til Info Norden

    Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

    ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

    Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
    Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna