Kosningaréttur í Svíþjóð

Stemmeret i Sverige
Hér er gefið yfirlit yfir kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur í Svíþjóð. Einnig eru veittar upplýsingar um hvernig einstaklingar fá kosningarétt og hvað skal gera þegar kemur að því að kjósa í Svíþjóð.

Mismunandi kosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur fara fram í Svíþjóð og mismunandi reglur gilda um það hver mega kjósa í hverjum kosningum.

Hver mega kjósa og bjóða sig fram í kosningum í Svíþjóð?

Til að geta boðið sig fram í kosningum þarftu að vera frambjóðandi flokks, hafa kosningarétt í viðkomandi kosningum og samþykkja framboð þitt fyrir kosningarnar.

Annan sunnudag í september fjórða hvert ár eru þrennar kosningar haldnar samtímis í Svíþjóð; þingskosningar, sveitarstjórnar-, og landsþingkosningar.

Þriðja sunnudag í maí fjórða hvert ár er kosið til Samaþingsins í Svíþjóð.

Fimmta hvert ár er kosið til Evrópuþingsins í aðildarríkjum ESB.

Mismunandi reglur gilda um það hver mega kjósa eftir því hvers konar kosningar um ræðir.

Einnig geta verið haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur í Svíþjóð. Í þjóðaratkvæðagreiðslum fer fram bein kosning um tiltekið málefni. Sænska þjóðþingið Riksdagen getur ákveðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslur á landsvísu. Einnig geta verið haldnar staðbundnar atkvæðagreiðslur í sveitarfélögum og landshlutum.

Kosningar til sveitarstjórna og landshlutastjórna í Svíþjóð

Kosningarétt í sveitarstjórnar- og landshlutastjórnarkosningum hafa einstaklingar sem skráðir eru þjóðskrá þrjátíu dögum fyrir kjördag og eru eitt af eftirfarandi:

  • sænskir ríkisborgarar.
  • ESB-ríkisborgarar.
  • ríkisborgarar í Noregi eða á Íslandi.
  • ríkisborgarar í öðru landi en hafa verið skráðir til heimilis í Svíþjóð samfellt síðustu þrjú árin fyrir kjördag.

Kjósandi þarf einnig að vera orðinn átján ára á kjördag. Einstaklingur hefur kosningarrétt í því sveitarfélagi og þeim landshluta sem hann er skráður með búsetu í 30 dögum fyrir kjördag.

Þingkosningar í Svíþjóð

Einstaklingur er með kosningarétt til sænska þingsins ef hann er sænskur ríkisborgari og er eða hefur verið skráður í þjóðskrá í Svíþjóð. Hann skal að auki vera orðinn 18 ára á kjördag.

Kosningar til Evrópuþingsins í Svíþjóð

Einstaklingur hefur kosningarétt til Evrópuþingsins ef hann er orðinn 18 ára á kjördag og

  • er sænskur ríkisborgari eða hefur verið skráður í þjóðskrá í Svíþjóð, eða
  • er ríkisborgari í einu af aðildarríkjum ESB og er skráður í þjóðskrá í Svíþjóð.

Ef viðkomandi er ríkisborgari í öðru ESB-ríki og vill kjósa til Evrópuþingsins í Svíþjóð skal hann hafa skráð sig á kjörskrá í Svíþjóð. Ekki er hægt að kjósa í tveimur ESB-ríkjum í sömu kosningum.

Sænskur ríkisborgari sem er búsettur í öðru ESB-landi getur skráð sig á kjörskrá fyrir kosningar til Evrópuþingsins í viðkomandi landi. Sé viðkomandi á kjörskrá í öðru ESB-ríki er hann tekinn af kjörskrá í Svíþjóð.

Fyrir Evrópuþingskosningarnar fá ríkisborgarar ESB-landa sem eru skráðir í þjóðskrá í Svíþjóð eyðublað frá sænskum kosningayfirvöldum til þess að skrá sig eða afskrá af sænskri kjörskrá.

Kosningar til Samaþings í Svíþjóð

Til þess að geta kosið til Samaþings þarf að skrá sig á kjörskrá. Sótt er um það hjá Samaþinginu. Til að hafa kosningarétt þarf einstaklingur að vera Sami, orðinn átján ára í síðasta lagi á kjördag og vera annað hvort sænskur ríkisborgari eða erlendur ríkisborgari sem hefur átt heima í Svíþjóð þrjú ár samfellt fyrir kjördag.

Þjóðaratkvæðagreiðslur í Svíþjóð

Þjóðaratkvæðagreiðsla felur í sér að þjóðin taki afstöðu til ákveðinna málefna. Í Svíþjóð eru tvenns konar þjóðaratkvæðagreiðslur, á landsvísu og innan sveitarfélaga.

Hvernig er kosið í Svíþjóð?

Gakktu úr skugga um að þú hafir kosningarétt í Svíþjóð og sért á kjörskrá fyrir kosningarnar.

Hvernig veistu hvort þú hafir kosningarétt í Svíþjóð?

Upplýsingar sem skráðar eru í þjóðskrá skattayfirvalda, Skatteverket 30 dögum fyrir kjördag ráða því hverjir hafa kosningarétt.

Allir sem hafa kosningarétt og eru skráðir til heimilis í Svíþjóð eru sjálfkrafa skráðir á kjörskrá (röstlängd) fyrir kosningar og fá kosningakort (röstkort) í pósti.

Svíar sem eru skráðir til heimilis erlendis þurfa að skrá sig tíunda hvert ár til þess að vera á kjörskrá.

Hvernig er hægt að fá kosningakort í Svíþjóð?

Kosningakort er sent með pósti um það bil þremur vikum fyrir kjördag. Á kosningakortinu eru upplýsingar um kjörstað og í hvaða kosningum viðkomandi hefur kosningarétt.

Hafa á kosningakortið meðferðis ef viðkomandi kýs utan kjörfundar (förtidsröstar) í sendiráði eða sendiskrifstofu eða á utankjörfundarkjörstað fyrir kosningarnar. Ekki er þörf á að taka með sér kosningakort þegar kosið er á kjörstað á kjördegi.

Hafi kosningakort glatast má panta nýtt með því að hafa samband við Valgmyndigheten. Stundum er hægt að fá nýtt kosningakort á kjörstað.

Til þess að geta greitt atkvæði þarf viðkomandi að geta sannað hver hann er. Það má gera með framvísa persónuskilríkjum eða með því að fá annan einstakling til að staðfesta hver viðkomandi er. Sá sem það gerir þarf að framvísa persónuskilríkjum og gefa upp kennitölu.

Hvernig er kosið í sænskum kosningum?

Í Svíþjóð er hægt að kjósa á marga mismunandi vegu. Hægt er að:

Hvernig kjósa Svíar sem eru búsettir erlendis?

Svíar búsettir erlendis eru sænskir ríkisborgara sem hafa flutt frá Svíþjóð. Til þess að hafa stöðu Svía sem er búsettur erlendis þarf einhvern tíma að hafa verið skráður til heimilis í Svíþjóð.

Svíar búsettir erlendis hafa kosningarétt í þingkosningum og Evrópuþingskosningum en þurfa að skrá sig á kjörskrá tíunda hvert ár til þess að vera tekinn á skrána. Til að skrá sig á kjörskrá þarf að fylla út sérstakt eyðublað og senda til Skatteverket. Einnig telst atkvæði sem berst erlendis frá sem skráning á kjörskrá. Atkvæðið er auk þess tekið gilt í þeim kosningum sem standa yfir ef það berst daginn fyrir kjördag í síðasta lagi.

Fyrir hverjar kosningar senda kosningayfirvöld utanlandskosningakort og bréfaatkvæðaseðil til þeirra Svía sem búsettir eru erlendis og hafa skráð heimilisfang sitt hjá Skatteverket. Nánari upplýsingar eru á vefsíðu kosningayfirvalda um Svía sem eru búsettir erlendis.

Hvert skal leita til að fá upplýsingar um kosningar í Svíþjóð?

Hafðu samband við kosningayfirvöld í Svíþjóð (Valmyndigheten) til að fá upplýsingar um kosningar eða þjóðaratkvæðagreiðslur eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar um framboð í sænskum kosningum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna