Lífeyriskerfið í Færeyjum

Det færøske pensionssystem
Hér má lesa um mismunandi tegundir lífeyris í Færeyjum.

Í Færeyjum eru ýmsar tegundir lífeyris. Yfirlit yfir þær finnurðu hér á þessari síðu. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Almannaverkið.

Lögbundinn lífeyrir og greiðslur

Rétt á ellilífeyri öðlast einstaklingar sem náð hafa lífeyristökualdri. Lífeyristökualdurinn er enn sem komið er 67 ár. Ellilífeyrir skiptist í grunnlífeyri og tekjutryggingu. Allir einstaklingar sem náð hafa lífeyristökualdri og uppfylla almennar reglur um lífeyri eiga rétt á grunnlífeyri.

Nánari upplýsingar um færeyskan ellilífeyri og örorkubætur er að finna á vefsíðum Info Norden.

  • Færeyskur ellilífeyrir
  • Færeyskar örorkubætur

Samtryggður vinnumarkaðslífeyrir - Samhaldsfasti

Einstaklingur með fasta búsetu í Færeyjum sem náð hefur lífeyristökualdri á rétt á greiðslum frá Samhaldsfasti. Lífeyristökualdurinn er 67 ár en mun hækka í áföngum á næstu árum. Rétturinn til greiðslu krefst búsetu í Færeyjum í eigi færri en 15 ár frá fimmtán ára aldri til lífeyristökualdurs.
Uppfylli einstaklingur ekki þessi skilyrði vegna búsetu erlendis eða of skammrar búsetu á landinu á hann rétt á 1/40 af Samhaldsfasti fyrir hvert ár sem hann hefur verið búsettur í Færeyjum. Rétt á greiðslum eiga einstaklingar sem hafa verið búsettir í Færeyjum í a.m.k. 3 ár frá fimmtán ára aldri til lífeyristökualdurs.
Samhaldsfasti er frábrugðinn færeyskum ellilífeyri og örorkubótum að því leyti að hann má greiða einstaklingum sem eru búsettir í Danmörku og á Grænlandi.

Vinnumarkaðslífeyrir

Vinnumarkaðslífeyrir er samkomulag milli aðila vinnumarkaðarins í kjarasamningum sem byggja á samningssviðum. Nánari upplýsingar um lífeyrismál á þínum vinnustað geturðu fengið hjá atvinnurekanda.
Viðbótarlífeyrissparnaður er séreignarsparnaður sem þú stofnar sjálf/ur til í banka þínum eða lífeyrissjóði allt eftir því hver atvinnurekandinn er.
Hafir þú spurningar um lífeyrissparnað geturðu haft samband við lífeyrissjóðinn þinn eða banka.


Nánari upplýsingar

  • Færeyskur ellilífeyrir
  • Færeyskar örorkubætur
Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna