Meðlagsgreiðslur í Noregi

Far og datter
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Hér geturðu lesið þér til um reglur sem gilda um meðlagsgreiðslur og rétt til meðlags í Noregi

Hvað er meðlag?

Foreldrar bera fjárhagslega ábyrgð á börnum sínum þar til þau ná 18 ára aldri. Þegar annað foreldranna býr ekki með barninu er því skylt að greiða meðlag fyrir framfærslu þess til foreldrisins sem býr með barninu. Þetta á til að mynda við eftir skilnað. Meðlaginu er ætlað að standa straum af kostnaði í tengslum við framfærslu og menntun barnsins.

Ef barnið býr hjá þér og þú sérð um daglega umönnun þess átt þú rétt á meðlagsgreiðslum. Ef þú býrð ekki með barninu er þér skylt að greiða meðlag.

Að öllu jöfnu er samningur gerður milli foreldranna um meðlagsgreiðslur en ef þeir komast ekki að samkomulagi getur vinnumála- og velferðarstofnuninni NAV ákvarðað um meðlagsgreiðslur.

Ef foreldrarnir hafa gert með sér samkomulag um að barnið búi hjá þeim til jafns getur annað foreldrið í sumum tilfellum fengið meðlagsgreiðslur.

Hvernig er gerður samningur um meðlag?

Ef foreldrar komast að samkomulagi um meðlagsgreiðslur geta þeir gert með sér samning. Ef þeir komast ekki að samkomulagi geta þeir haft samband við NAV, sem ákvarðar þá hvert meðlagið verður.

Hvernig eru meðlagsgreiðslur reiknaðar?

Foreldrar verða að deila með sér kostnaði af umönnun barns. Kostnaðurinn (framfærslukostnaður) samanstendur af neyslukostnaði, húsnæðiskostnaði og, ef við á, kostnaði við dagvistun barnsins. Upphæðir eru breytilegar milli fjölskyldna. Framfærslukostnaður hækkar með aldri barnsins.

NAV tekur tillit til eftirfarandi við útreikning meðlagsgreiðslna

  • Kostnaði við ummönnun barnsins
  • Tekna foreldranna
  • Tekna barnsins
  • Greiðslugetu foreldris sem ekki hefur forræði
  • Samveru
  • Sameiginlega búsetu fyrir barnið

Ef þið erum ósammála um útreikning meðlagsgreiðslna

Báðir aðilarnir í meðlagsmálinu geta kært úrskurð NAV. Þetta á bæði við um ákvörðun NAV um meðlagsgreiðslur og ákvörðun NAV Innkreving um innheimtu.

Hversu lengi þarf að greiða meðlag?

Meðlag skal greitt frá þeim mánuði þegar foreldrar sjá ekki lengur sameiginlega um umönnun barnsins. Ef samningur er gerður milli foreldra geta þeir sjálfið ákveðið hvenær meðlagsgreiðslur skuli hefjast.

Meginreglan er að meðlag skal greitt fram að þeim mánuði þegar barnið nær 18 ára aldri. Ef barnið heldur áfram skólagöngu geta meðlagsgreiðslur haldið áfram eftir 18 ára aldur.

 NAV Innkreving (Skatteetaten) sér um innheimtu meðlagsgreiðslna.

Ef meðlagsskylt foreldri greiðir ekki á réttum tíma

Ef meðlagsskylt foreldri greiðir ekki meðlagið fer málið áfram til NAV Innkreving, sem fylgir því eftir. Móttakandi meðlags getur í sumum tilfellum fengið fyrirframgreitt meðlag frá NAV.

Ef annað foreldranna flytur til annars lands eða býr erlendis

Þú telst búa erlendis ef þú býrð í raun í öðru landi. Þetta gildir óháð því hvort þú hafir skráða búsetu í Noregi samkvæmt þjóðskrá eða ekki. Annað foreldranna býr í öðru landi geta meðlagsgreiðslur verið ákvarðaðar á eftirfarandi hátt:

  • Þið gerið með ykkur samning um meðlag
  • Meðlagið er ákvarðað af NAV
  • Meðlagið er ákvarðað af yfirvöldum í því landi þar sem annað foreldranna býr

Það hefur engin áhrif á ákvarðaðar meðlagsgreiðslur þótt móttakandi meðlags eða meðlagsgreiðandi flytji til annars norræns lands. Ef meðlagsgreiðslur hafa þegar verið ákvarðaðar geta þær verið innheimtar í Noregi ef meðlagsskylda foreldrið er búsett þar.

Skattareglur landsins sem meðlagsskylda foreldrið hefur búsetu í geta haft áhrif á meðlagsgreiðslur.

Hafðu samband við NAV ef annað ykkar býr í öðru landi eða hyggst flytja til annars lands.

Meðlag í sérstökum tilvikum

Þegar þörf er á sérstökum útgjöldum, til dæmis vegna fermingar, kaupa á gleraugum eða tannréttinga, er hægt að sækja um greiðslu vegna tilfallandi útgjalda. Bæði meðlagsskylda foreldrið og móttakandi meðlags geta sótt um ákvörðun um meðlag vegna tilfallandi útgjalda.

Hvar geturðu fengið svör við spurningum?

Hafðu samband við NAV ef spurningar vakna um meðlag.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna