Námsstyrkir í Færeyjum

Meginreglan er sú að menntun er ókeypis fyrir norræna ríkisborgara. Það á bæði við um heimalandið og annað norrænt ríki. Námsstyrkurinn er yfirleitt greiddur frá heimalandinu.
Get ég fengið námsstyrk í Færeyjum?
Þú átt rétt á námsstyrk frá Færeyjum ef þú átt heima í Færeyjum, ert danskur ríkisborgari og stundar fullt nám. Auk þess þarf námið að vera styrkhæft.
Danir og Grænlendingar eiga á grundvelli ríkjasambandsins sama rétt til námsstyrkja og Færeyingar.
Sem erlendur ríkisborgarar áttu rétt á námsstyrk frá Færeyjum ef þú býrð löglega í Færeyjum, stundar fullt nám og átt ekki rétt á námsstyrk frá heimalandi þínu og hefur auk þess
- annað hvort haft fasta búsetu í Færeyjum ásamt foreldrum þínum áður en þú varðst 20 ára
- eða haft fasta búsetu í Færeyjum eftir að þú varðst 20 ára að minnsta kosti tvö ár samfellt áður en þú hófst námið
Þriðji möguleikinn til þess að eiga rétt á námsstyrk frá Færeyjum er ef þú hefur haft fasta búsetu í Færeyjum og verið gift/ur dönskum ríkisborgara í að minnsta kosti tvö ár.
Er ég skyldug/ur til þess að vera um kyrrt í Færeyjum til þess að fá námsstyrk.
Nei, meginreglan er að svo er ekki.
Er veittur afsláttur af almenningssamgöngum fyrir námsmenn?
Meginreglan er að þú þarft að vera á færeyskum námsstyrk til þess að fá afslátt af almenningssamgöngum en færeyski námsstyrkjasjóðurinn (Studni) getur veitt undanþágu vegna skiptinema. Í því tilviki skaltu hafa samband við Studni eða almenningssamgöngurnar (SSL) og spyrjast fyrir um afsláttarskírteini.
Þarf að hafa stundað vinnu til þess að eiga rétt á námsstyrk?
Í sumum norrænum ríkjum á fólk ekki rétt á námsstyrk, hafi það ekki stundað vinnu í landinu áður. Þetta á ekki við um Færeyjar. Það er sem sagt ekki áskilið að hafa stundað vinnu í landinu til þess að eiga rétt á námsstyrk.
Nánari upplýsingar má fá með því að hafa samband við Studni, sem fer með stjórnsýslu námsstyrkja.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.