Norskur ellilífeyrir

Norsk alderspensjon
Hér geturðu lesið þér til um reglur um ellilífeyri í Noregi, hvernig sótt erum um ellilífeyrisgreiðslur, skattlagningu lífeyris og hvernig hægt er að fá norskan ellilífeyri greiddan til annarra landa.skattur

Í Noregi eru ýmsar tegundir lífeyris. Hér á eftir verður fjallað um norskan ellilífeyri. NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) hefur umsjón með ellilífeyrismálum í Noregi.

Áttu rétt á norskum ellilífeyri?

Til þess að eiga rétt á ellilífeyri úr norskum almannatryggingum þarftu að hafa búið eða starfað í Noregi í fimm ár að lágmarki eftir að þú varðst 16 ára. Það þýðir að þú átt rétt á ellilífeyri frá Noregi ef þú hefur notið almannatrygginga eða haft tekjur með lífeyrisrétti í Noregi í að minnsta kosti fimm ár. Noregur hefur undirritað ýmsa samninga um almannatryggingar sem gera það kleift að leggja saman umrætt tryggingartímabil í Noregi og tryggingartímabil í öðrum löndum. Meginreglan er sú að þú þurfir að njóta ennþá almannatrygginga til þess að eiga rétt á ellilífeyri frá Noregi. Ýmsar undantekningar eru frá þeirri kröfu.

Þrátt fyrir að þú hafir ekki verið úti á vinnumarkaði geturðu átt rétt á lífeyri vegna búsetu þinnar í Noregi.

Engar sérreglur gilda um sjálfstætt starfandi, námsfólk eða fólk sem stundar vinnu yfir landamæri. Ef þú hefur búið í landinu og notið almannatrygginga í að minnsta kosti fimm ár áttu rétt á ellilífeyri. Ef þú auk þess hefur haft tekjur með lífeyrisréttindum hækkar upphæð ellilífeyrisins í hlutfalli við þær. Þetta gerist á sama hátt og hjá launafólki.

Breytingar voru gerðar á norska lífeyriskerfinu árið 2011. Þegar þær höfðu gengið í garð varð áunninn réttur til ellilífeyris úr almannatryggingum breytilegur eftir aldurshópum. NAV (vinnumála- og velferðarstofnunin) veitir þér upplýsingar sem eiga við um þig. Upphæð ellilífeyris ræðst af þeim árafjölda sem þú vannst úti og tekjum þínum á því tímabili. Réttur til ellilífeyris úr almannatryggingum helst til æviloka og lýkur við andlát. Með öðrum orðum þá erfist hann ekki.

Ef þú hefur notið almannatrygginga annars staðar á Norðurlöndum vegna búsetu og/eða starfa þar í landi, áttu rétt á ellilífeyri þaðan í hlutfalli við lengd þess tímabils sem þú naust almannatrygginga og áunnin rétt þinn til ellilífeyris. Lífeyrir sem ávinnst í öðru landi er greiddur út þar í landi.

Hvenær getur taka lífeyris hafist?

Lífeyrisaldur í Noregi er 67 ár. Það er þitt að meta hvenær og hvernig þú vilt hefja töku ellilífeyris og hvað þú vilt vinna mikið samhliða töku ellilífeyris. Stundum geturðu hafið töku ellilífeyris í sama mánuði og þú verður 62 ára. Ef þú hyggst hefja töku ellilífeyris áður en þú verður 67 ára þarftu að hafa áunnið þér nægilega háan lífeyrisrétt.

Hvernig sækir þú norskan ellilífeyri?

Ef þú býrð í Noregi

Ef þú býrð í Noregi sækirðu um ellilífeyri hjá NAV. Fljótlegast er að sækja um lífeyrinn rafrænt hjá vefþjónustunni „Din pension“. Þá berst svar á örfáum mínútum. - Ef NAV tekst ekki að afgreiða umsóknina rafrænt færðu tilkynninguna þar að lútandi. Þú getur einnig sótt um ellilífeyri á pappírseyðublaði, en það getur tekið lengri tíma.

Ef þú hefur starfað annars staðar á Norðurlöndum og áunnið þér lífeyrisrétt þaðan þarftu að hafa samband við NAV. Ef þú upplýsir um dvöl erlendis á umsóknareyðublaðinu mun NAV hafa samband við þig.

Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum

Ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum og veist eða heldur að þú eigir rétt á lífeyri frá Noregi þarftu að sækja sérstaklega um hann. Þá hefurðu samband við lífeyrisyfirvöld í búsetulandinu. Það borgar sig að gera það tímanlega því afgreiðsla lífeyrisumsókna getur tekið langan tíma.

Geturðu tekið norskan ellilífeyri með þér til Norðurlandanna?

Meginreglan er sú að þú getur tekið norskan lífeyri með þér ef þú flytur frá Noregi til Norðurlandanna eða EES-ríkis. Sumir hópar lífeyrisþega fá þó aðeins hluta lífeyris greiddan ef þeir flytja úr landi. Kynntu þér hjá NAV hvaða reglur eiga við um þig. Ef þú dvelst meira erlendis en heima fyrir nýturðu ekki lengur almannatryggina í Noregi. Það getur haft áhrif á rétt þinn til heilbrigðisþjónustu.

Hvernig færðu upplýsingar um áunninn lífeyri í Noregi?

Ef þú ert með norsk rafræn skilríki getur þú kynnt þér lífeyrissöfnun þína í Noregi á þjónustusíðunni Din pension. Ef þú ert ekki með rafrænt skilríki hefurðu samband við NAV.

Skattar af norskum ellilífeyri ef þú býrð í öðru landi

Ef þú býrð í Noregi en færð lífeyri frá öðru Norðurlandanna, eða ef þú býrð annars staðar á Norðurlöndum og færð lífeyri frá Noregi, geturðu kynnt þér reglur um skattlagningu á norrænu skattagáttinni, Nordisk eTax.

Hvað er í boði fyrir eldri borgara sem vilja vinna?

Þér er frjálst að starfa meðfram töku lífeyris. Þú getur áunnið þér lífeyrisrétt fram til 75 ára aldurs. Þú getur einnig valið að taka út hluta af lífeyrinum og spara til síðari tíma.

Hvar geturðu fengið svör við spurningum þínum?

Hafðu samband við NAV eða kynntu þér stöðuna á Din Pension á nav.no.

Hafðu samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna