Örorkulífeyrir á Íslandi

Örorkulífeyrir á Íslandi
Hér er að finna upplýsingar um íslenskar örorkubætur.

Á ég rétt á íslenskum örorkulífeyrir?

Þeir sem eru á aldrinum 18-67 ára geta sótt um örorkumat, þ.e. mat á færni eftir sjúkdóm eða fötlun hjá Tryggingastofnun. Hjá Sjúkratryggingum Íslands er sótt um örorkumat samkvæmt slysatryggingu almannatrygginga.

Réttindi einstaklinga byggjast á búsetu á Íslandi á tímabilinu 16 – 67 ára. Skilyrði er að einstaklingur hafi verið búsettur á Íslandi a.m.k. þrjú síðustu ár áður en hann sækir um. Sama á við um búsetu í öðru norrænu landi á tímabilinu samkvæmt Norðurlandasamningi um almannatryggingar. Skilyrði er að búseta á Íslandi frá 16 ára aldri nái a.m.k. einu ári. Fullar greiðslur miðast við 40 ára búsetu á Íslandi.

Með umsókn þarf að fylgja læknisvottorð og spurninglisti sem er sjálfsmat einstaklingsins á heilsu sinni.

Skila þarf inn tekjuáætlun sem greiðslur eru reiknaðar út frá en greiðslur eru endurreiknaðar árlega eftir að skattframtal ársins liggur fyrir.
Einnig þarf að skila inn staðfestingu um að sótt hafi verið um greiðslur hjá lífeyrissjóði.
Örorkumat er yfirleitt tímabundið mat. Hægt er að sækja um framlengingu að tímabili loknu.
Grunngreiðslur örorkulífeyris eru örorkulífeyrir, aldurstengd örorkuuppbót (hærri fjárhæð eftir því sem einstaklingur er yngri við upphaf) og tekjutrygging.
Greiðslur eru tekjutengdar og falla niður ef tekjur fara yfir ákveðin mörk.

Hvernig er sótt um örorkubætur á Íslandi

Ef einstaklingur býr á Íslandi

Sótt er um íslenskar örorkubætur hjá Tryggingastofnun 

Ef einstaklingur býr í öðru norrænu ríki og var áður tryggður á Íslandi

Einstaklingur sem býr erlendis og sækir um örorkulífeyri skal hafa samband við þá systurstofnun Tryggingastofnunnar í því landi. 

Viðbótargreiðslur sem einstaklingur kann að eiga rétt á

Heimilisuppbót
Sérstök uppbót vegna framfærslu
Barnalífeyrir
Mæðra- eða feðralaun
Uppbót á lífeyri vegna lyfja, kaupa á heyrnartækjum og umönnunar.
Húsnæðisbætur 

Hvað ber að hafa í huga þegar þú sækjir um örorkulífeyri frá tveimur eða fleiri mismunandi löndum?

Almannatryggingakerfin eru ólík í eðli sínu milli landa og því er mismunandi hvernig örkumat fer fram og hvort hægt sé að sækja réttindi milli landa. Greiðslur úr erlendum lífeyrissjóðum hafa áhrif til lækkunar á lífeyrisgreiðslur á sama hátt og greiðslur úr íslenskum lífeyrissjóðum.

 

Má taka með sér íslenskan örorkulífeyri til annars norræns lands?

Þegar flutt er til annars norræns lands er meginreglan sú að sá sem fær greiddan örorkulífeyri heldur grunngreiðslum frá Íslandi, þ.e. örorkulífeyri, aldurstengdri örorkuuppbót og tekjutryggingu auk barnalífeyris ef við á. Greiðslur sem eru háðar lögheimili á Íslandi flytjast ekki á milli landa t.a.m. heimilisuppbót og sérstök framfærsluuppbót. Greiðslur úr lífeyrissjóðum flytjast almennt með en æskilegt er að fá það staðfest hjá viðkomandi lífeyrissjóði/lífeyrissjóðum.

Má vinna á meðan einstaklingur mótttekur örorkulífeyrir?

Einstaklingur sem fær greiddan örorkulífeyrir getur verið á vinnumarkaði en tekjur umfram tiltekin mörk lækka greiðslur um tiltekið hlutfall. Upplýsingar um hversu mikið á mánuði/ári má hafa án þess að greiðslur lækki er að finna á vef Tryggingastofnunnar.

Hvernig er örorkulífeyrir greiddur við andlát?

Réttur til örorkulífeyrir fellur niður við andlát lífeyrisþega.  Við andlát einstaklings verður til sjálfstæður lögaðili, dánarbú, sem tekur tímabundið við öllum réttindum og skyldum hins látna. Réttindi og skyldur dánarbús og erfingja gagnvart Tryggingastofnun fara eftir því hvernig skiptum dánarbúsins verður háttað.

 

Hvar áttu að borga skatt af íslenskum örorkulífeyri sértu búsettur í öðru norrænu landi?

Nánari upplýsingar um skattlagningu lífeyris á Norðurlöndum er að finna á norrænu skattavefgáttinni Nordisk eTax

Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?

Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Tryggingastofnunar. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 560 4400.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna