Réttindi launafólks í Noregi
Launafólk í Noregi hefur bæði réttindi og skyldur. Meðal annars ráðningarsamband, uppsagnir, laun, orlofsreglur og reglur um launalaust orlof.
Vinnuverndarlögin eiga meðal annars að tryggja gott vinnuumhverfi, örugg ráðningarkjör, jöfnuð á vinnumarkaði, gott samstarf launafólks og atvinnurekenda svo eitthvað sé nefnt. Lögin gilda ekki um siglingar, veiðar, fiskveiðar eða flugsamgöngur í hernaðarskyni. Ef fólk fær ekki greidd laun eru það brot á vinnuverndarlögum. Norska vinnueftirlitið, Arbeidstilsynet, hefur eftirlit með því að atvinnurekendur uppfylli kröfur sem settar eru í vinnuverndarlögum.
Margt ungt fólk þekkir ekki réttindi sín á vinnumarkaðnum. Sumarsveitir norska alþýðusambandsins ferðast um allt land yfir sumarmánuðina til að standa vörð um réttindi fólks. Þú getur haft samband við samtökin yfir sumarið ef þú hefur spurningar um vinnuskilyrði þar sem þú ert.
Þjónustumiðstöðvar fyrir erlenda starfsmenn
Í Ósló, Björgvin, Þrándheimi, Stafangri og Kirkenes starfa þjónustumiðstöðvar fyrir erlenda starfsmenn. Á þjónustumiðstöðvunum starfa vinnueftirlit, lögregla, skattstjóri og útlendingastofnun saman að því að veita góðar leiðbeiningar og skjóta afgreiðslu umsókna frá útlendingum sem koma til Noregs til að vinna.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.