Skattar í Danmörku

Skat i Danmark
Hér finnurðu upplýsingar um hvenær þú greiðir skatta í Danmörku og um tilhögun danska skattakerfisins.

Ef þú býrð eða starfar í Danmörku berðu skattskyldu í Danmörku.

Þú berð ýmist „almenna“ eða „takmarkaða“ skattskyldu. Þú getur lesið meira á skat.dk og á nordisketax.net. Nordisk eTax-vefgáttin er rekin er í samstarfi skattyfirvalda á Norðurlöndunum.

Skattur í Danmörku

Danska skattkerfið er stigskipt. Það þýðir að eftir því sem tekjur þínar aukast hækkar hlutfallið sem þú greiðir í skatt.

Skatturinn samanstendur af:

 • Vinnumarkaðsskatti sem nemur 8% af launatekjum þínum áður en annar skattur er reiknaður út.
 • Grunnskatti
 • Hátekjuskatti
 • Útsvari til sveitarfélaga sem er mismunandi eftir sveitarfélögum.
 • Kirkjuskatti ef þú ert í þjóðkirkjunni.
 • Eignaskatti ef þú átt húsnæði.

Skattprósentur og fjárhæðir er að finna á vefgáttinni Nordisk eTax.

  Ýmsar tegundir tekna

  Skattyfirvöld í Danmörku greina á milli ólíkra tegunda tekna.

  Launatekjur

  Launatekjur eru til að mynda laun, dagpeningar, lífeyrir, þóknun, orlofsgreiðslur og ríkisstyrkir til náms.

  Þegar atvinnurekandi eða opinber yfirvöld greiða þér laun fyrir vinnu eru þau búin að staðgreiða skatt af upphæðinni.

  Ef þú ert launþegi greiðir þú einnig tekjuskatt af séreignartekjum, til að mynda:

  • framfærslustyrk,
  • fjármagnstekjum, til dæmis vaxtatekjum og leigutekjum.

   

  Þóknanir (B-indkomst)

  Þóknanir geta t.d. greiðslur fyrir fyrirlestra. Þegar þú færð þóknanir greiddar færðu alla upphæðina útborgaða. Þú þarft sjálf(ur) að tilkynna um þessar tekjur á skattaskýrslunni.

  Skattskyldar tekjur

  Skattar eru greiddir af séreignartekjum og fjármagnstekjum. Auk þess er skattafrádráttur mögulegur. Á meðal þess sem er frádráttarbært eru útgjöld á borð við:

  • félagsgjöld til stéttarfélags og atvinnuleysistryggingasjóðs,
  • útgjöld vegna ferða til og frá vinnu.

  Skattyfirvöld reikna persónuafsláttinn út sjálfkrafa og er hann einnig dreginn frá skatti.

  Séreignartekjur

  Séreignartekjur geta verið laun, dagpeningar, lífeyrir, ríkisstyrkir til náms, þóknanir, sjóðsstyrkir, framfærslustyrkir og verðgildi húsnæðishlunninda, sími, fyrirtækjabíll og önnur starfsmannahlunnindi.

  Persónuafsláttinn geturðu dregið frá séreignartekjum.

  Greiðslur í lífeyrissjóð sem atvinnurekandinn sér um er þegar búið að draga frá launum sem gefin eru upp í launagreiðsluupplýsingum.

  Þú færð launagreiðsluupplýsingar einu sinni á ári frá atvinnurekandanum eða þeim aðila sem greiðir þér laun.

  Fjármagnstekjur

  Fjármagnstekjur eru bæði tekjur og útgjöld. Þú greiðir skatt af tekjunum.

  Þessar tekjur eru meðal annars:

  • vaxtatekjur af peningum sem þú átt í banka,
  • vaxtatekjur af skuldabréfum og veðbréfum,
  • tekjur af útleigu eigna,
  • tekjur af útleigu sumarhúsa og herbergja,
  • greiðslur úr fjárfestingarfélögum.

  Útgjöldin geta verið vaxtagjöld vegna skulda í veðlánastofnunum eða fjármálastofnunum, veðbréfa, námslána eða annarra skulda. Þau geturðu dregið frá til skatts.

  Vaxtagjöldin eru gefin upp á álagningarseðlinum.

  Álagningarseðill

  Skattayfirvöld leggja opinber gjöld sem byggjast á upplýsingum frá atvinnurekanda þínum, banka og veðlánastofnun og einnig upplýsingum frá þér ef þú hefur skilað svonefndu „Tidlig indberetning“ í gegnum TastSelv á tímabilinu 1. febrúar til 18. febrúar.

  Ef einstaklingar eru með breytingar á skattskýrslu skulu þeir sjálfir gera Skattestyrelsen viðvart. Í framhaldinu færðu nýjan álagningarseðil.

  Skattar og útlönd

  Upplýsingar um skilyrði er varða útlönd eru á skat.dk. Þessar upplýsingar eiga við ef þú

  • flytur til eða frá Danmörku,
  • býrð í Danmörku og starfar erlendis eða hefur aðrar tekjur erlendis frá,
  • býrð erlendis og starfar í Danmörku eða hefur aðrar tekjur frá Danmörku.

  Nánari upplýsingar

  Nánari upplýsingar er að finna á vefnum skat.dk. Ahugið að einungis er hægt að hafa samband við skattyfirvöld rafrænt eða símleiðis. Engin afgreiðsla er hjá skattyfirvöldum nema þú hafir pantað tíma fyrir fram.

  Nánari upplýsingar um skatt á Norðurlöndum og norræna tvísköttunarsamninga er að finna á norrænu skattavefgátinni Nordisk eTax.

  Samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna