Tollareglur í Færeyjum

Takmarkanir eru á því hversu mikið má flytja með sér af tollfrjálsu áfengi, sígarettum, ilmvatni o.s.frv. þegar komið er til Færeyja erlendis frá.Á heimasíðu TAKS (skatturinn í Færeyjum) má finna lista yfir það hversu mikið heimilt er að flytja inn af slíkum vörum tollfrjálst.
Allt í búslóð sem er minna en hálfs árs gamalt er tollskylt.
Almennir hlutir, föt og þess háttar eru tollfrjáls varningur.
Ólöglegt er að hafa með sér tóbak, áfengi og matvöru sem hluta af búslóð.
Ef þú kemur með búslóð til Færeyja ber þér að fylla út staðfestingu um búslóð sem finna má á heimasíðu TAKS.
Afhenda skal tollayfirvöldum lista yfir innihald farangurs, gáms o.s.frv. og staðfestingu um flutning frá sveitarfélaginu sem flutt er til.
Vopn
Heimilt er að flytja með sér haglabyssu, loftriffil og loftbyssu til Færeyja án sérstaks leyfis. Ekki má flytja inn önnur vopn.
Þó er hægt að sækja um undanþágu hjá lögreglunni í Færeyjum til að flytja inn önnur vopn.
Hafið samband við TAKS (skattinn) til að fá nánari upplýsingar um reglur vegna búslóða.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.