Tollareglur í Noregi

Tollregler i Norge
Um tollareglur sem gilda um innflutning á búslóð og vörum til Noregs.

Innflutningur á búslóð

Ef þú hefur búið erlendis samfleytt í eitt ár eða lengur er þér heimilt að flytja inn búslóð þína að mestu leyti án þess að greiða tolla eða gjöld. Þú getur flutt inn búslóð þína tollfrjálst ef

  • þú hefur dvalist erlendis samfleytt í eitt ár eða lengur;
  • þú hefur átt heimilishlutina og notað þá á meðan þú dvaldist erlendis og ráðgerir að halda því áfram í Noregi;
  • þú flytur inn búslóðina vegna búferlaflutninga til Noregs.

Um suma innanstokksmuni gildir að þú þarft að fylla út yfirlýsingu um innflutning á búslóð sem þú skilar til tollstjóra.

Vörur sem um gilda sérstök innflutningsskilyrði

Um sumar vörur gilda sérstök innflutningsskilyrði. Hér á eftir verður farið yfir þær.

Bílar og önnur vélknúin ökutæki

Er ekki undanþegið gjöldum við búferlaflutning.

Frístundabát

Máttu flytja inn án tolla og gjalda að vissum skilyrðum uppfylltum. Þú verður að hafa búið erlendis í fimm ár að lágmarki og báturinn má ekki vera lengri en 15 metrar. Þú verður að hafa átt bátinn og notað erlendis í eitt ár að lágmarki. Bátinn þarf að flytja inn í landið eigi síðar en einu ári eftir að þú flytur til Noregs. Báturinn verður að vera til persónulegra nota og hann má ekki selja fyrstu tvö árin eftir innflutninginn eigi hann að vera undanþeginn tolli og gjöldum. Þú þarft að sækja skriflega um undanþágu.

Atvinnutæki

Eru ekki undanþegin gjöldum við búferlaflutning og eru tollskyld.

Matvæli

Eru ekki undanþegin gjöldum við búferlaflutning og eru tollskyld. Sérstakar reglur gilda um innflutning á ýmsum matvælum.

Áfengi og tóbak

Er ekki undanþegið gjöldum við búferlaflutning. Ef þú ferðast með búslóðinni er þér heimilt að taka með þér sama magn af tollfrjálsum varning og aðrir ferðalangar. Að öðrum kosti þarftu að tilkynna um áfengi og tóbak við komuna til Noregs og greiða tolla og gjöld.

Vopn

Þú þarft leyfi lögreglu til að flytja inn vopn.

Plöntur

Sérstakar takmarkanir gilda um innflutning á plöntum.

Nýir innanstokksmunir

Þú greiðir toll og önnur gjöld.

Lyf

Ef þú kemur til Noregs frá öðru EES-landi er þér heimilt að taka með þér lyf sem samsvara notkun í eitt ár að hámarki. Þú getur þurft að staðfesta að lyfjunum hafi verið ávísað á þig. Dæmi um slík gögn eru upplýsingar á umbúðum lyfjanna, lyfseðill eða vottorð frá lækni.

Gjaldeyrir

Ef þú hyggst taka með þér erlendan gjaldeyri að hærra andvirði en 25 þúsund norskra króna til Noregs eða úr landi þarftu að tilkynna það til tollstjóra.

Útvarps- og sjónvarpstæki

Ef þú ert með sjónvarp og myndbandstæki með móttakara þarftu að geta þess í tilkynningunni um innflutning á búslóð. Einnig þarf að greiða afnotagjald af tækjunum.

Innflutningur til og útflutningur frá Svalbarða

Svalbarði er ekki aðili að EES-samningum og þess vegna gilda strangari reglur um flutning dýra eða dýraafurða frá Svalbarða til meginlandsins. Að auki er hundaæði á Svalbarða, en ekki á meginlandi Noregs.

Leyfi þarf hjá Mattilsynet til að taka með sér hund til Svalbarða. Leyfið er veitt til eins árs í senn. Ekki er leyfilegt að taka ketti eða frettur með sér til Svalbarða. Ekki þarf leyfi til að taka með sér kanínur, hamstra, gælurottur, búrfugla og búrfiska til og frá Svalbarða. Leitaðu svara hjá Mattilsynet við hugsanlegum spurningum.

Bannað er að flytja inn kjöt og kjötvörur frá Svalbarða til meginlandsins. Villibráð sem veidd er á Svalbarða er undanþegin banninu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Bann við innflutningi á kjöti og kjötafurðum frá Svalbarða til meginlandsins gildir einnig um kjöt sem fæst í verslunum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna