Ferðast með hund eða kött til Noregs

Reise med kjæledyr til Norge
Hér eru gefnar upplýsingar um þær reglur sem gilda þegar ferðast er með hund, kött eða annað gæludýr til Noregs.

Leyfilegt er að ferðast með hunda, ketti eða frettur að uppfylltum gildandi reglum. Örmerking gæludýrsins, bólusetning gegn hundaæði og ormahreinsun eru meðal þeirra atriða sem krafist er þegar þú dýr eru flutt til Noregs, dýr eru tekin með í frí til Noregs eða ef þú hefur ferðast í öðrum löndum með dýr og snýrð aftur til Noregs með þau. Hér á eftir geturðu lesið um reglur sem gilda um innflutning á mismunandi dýrum. 

Mattilsynet sér um framkvæmd laganna um innflutning dýra til Noregs.

Ferðast með hunda, ketti og frettur frá Svíþjóð til Noregs

Ef þú ferðast með hund, kött eða frettu frá Svíþjóð til Noregs þarf dýrið að hafa örflögu og vegabréf. Meðhöndla þarf hunda gegn dvergbandormi refa. Ekki þarf lengur að bólusetja dýr við hundaæði. 

Ef þú hefur verið í fleiri löndum en Svíþjóð þarftu að nota leiðbeiningar Mattilsynets til að komast að því hvaða reglur eiga við.

Ferðast með hunda, ketti og frettur frá ESB/EES-svæðinu til Noregs

Þessar reglur gilda um ferðir með hunda, ketti og frettur sem gæludýr frá ESB-/EES-landi til Noregs:

  • Dýrið þarf að vera merkt með húðflúri eða örflögu. 
  • Dýrið arf að hafa viðurkennt ESB-vegabréf fyrir gæludýr. 
  • Dýrið skal vera bólusett gegn hundaæði.
  • Dýrið þarf að vera eldri en þriggja mánaða vegna aldurskrafna fyrir bólusetningu gegn hundaæði. 
  • Allir hundar sem teknir eru með til Noregs þurfa að hafa fengið meðferð við dvergbandormi úr refum. Krafan um ormahreinsun á ekki við um ketti eða frettur, né heldur um hunda sem koma beint frá Finnlandi, Möltu eða Írlandi. Dýralæknir skal annast meðferð við dvergbandormi eigi síðar en 24 klukkustundum og innan 120 klukkustunda fyrir komuna til Noregs. 
  • Þegar gæludýr eru tekin með í ferðalag frá ESB- og EES-löndum ber að sýna tollgæslunni dýrin og öll nauðsynleg gögn að fyrra bragði. Gangið eða akið inn á rauða svæðið í tollinum. 
  • Athugið að bann gildir um innflutning á svonefndum hundategundum sem eru bannaðar í Noregi.
  • Ef þú ferðast með fleiri en fimm dýr eða ef þú tekur dýrin með þér til að selja þau eða gefa gilda sérstakar reglur um innflutning í söluskyni.
  • Ef þú hyggst taka með þér fleiri en fimm dýr frá EES- og ESB-löndum til að taka þátt í keppnum og þú ert með gögn sem staðfesta það, þurfa dýrin að uppfylla sérstakar kröfur.
Ferðast til Noregs með búrfugla, kanínur og nagdýr

Reglur um innflutning á búrfuglum, kanínum og nagdýrum eru mismunandi eftir því hvaðan þú kemur með dýrin. Nánari upplýsingar eru á vef Mattilsynet. 

Ferðast til Noregs með framandi dýr

Sumar framandi dýrategundir er heimilt að taka með sér inn í landið. Aðrar dýrategundir er bannað að flytja inn.

Ferðast til Noregs með hesta

Þú getur kynnt þér þær reglur sem gilda um innflutning hesta til Noregs hjá Mattilsynet.

Ferðast til Noregs með hunda, ketti og frettur frá löndum utan ESB/EES-svæðisins

Reglur um innflutning á hundum, köttum og frettum frá löndum utan ESB/EES-svæðisins eru breytilegar. Fyrir utan kröfur um meðferð og staðfestingarskjöl vegna innflutnings á gæludýrum eru gerðar sérstakar kröfur vegna ferða yfir landamæri, um innflutningsstaði og tilkynningar til viðeigandi eftirlitsyfirvalda. Nánari upplýsingar eru á vef Mattilsynet. 

Innflutningur á dýrum til Svalbarða

Svalbarði er ekki aðili að EES-samningum, þess vegna gilda strangari reglur um flutning dýra eða dýraafurða frá Svalbarða til meginlandsins. Eins má geta þess að dæmi eru um hundaæði á Svalbarða en ekki á meginlandi Noregs.

Leyfi þarf hjá Mattilsynet til að taka hund með sér til Svalbarða. Leyfi er veitt til eins árs í senn. 

Ekki er leyfilegt að taka ketti eða frettur með sér til Svalbarða. Ekki þarf leyfi til að taka með sér kanínur, hamstra, gælurottur, búrfugla og búrfiska til og frá Svalbarða.

Hafa samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna