Viðurkenning á erlendum prófgráðum í Svíþjóð

Lærer med elever ved computer
Photographer
Yadid Levy / Norden.org
Lesið um hvernig prófgráður eru metnar í Svíþjóð.

Nám annars staðar á Norðurlöndum er viðurkennt í Svíþjóð. Ef þú hefur lokað námi annars staðar á Norðurlöndum geturðu fengið það metið þegar þú sækir um nám eða framhaldsnám eða þarft að fá nám þitt í heimalandinu metið í Svíþjóð.

Ef þú hefur lokið framhaldsskóla annars staðar á Norðurlöndum geturðu sótt um nám á háskólastigi í Svíþjóð á sömu forsendum og aðrir sem lokið hafa framhaldsskólamenntun í Svíþjóð.

Ef þú hefur lokið námskeiðum á háskólastigi annars staðar á Norðurlöndum geturðu sótt um að fá það metið sem hluta af nýju námi Svíþjóð.

Ef þú hefur lokið erlendu námi og hyggur á nám í Svíþjóð skaltu hafa samband við þann háskóla sem þú hefur hug á að stunda nám við. Háskólinn getur veitt þér upplýsingar um námið og hvernig þú sækir um það.

Viðurkenning á starfsréttindum

Starfað erlendis með próf frá Svíþjóð

Fagháskólanám er að minnsta kosti eitt ár og lýkur með fagháskólaprófi. Námi sem er tvö ár eða lengra lýkur með fagháskólaprófi með starfsréttindum. Um er að ræða viðurkennt og gæðatryggt nám í Svíþjóð sem flest fyrirtæki þekkja.

Ráðlegt er að þú kannir hvort nám sem þú stundar í Svíþjóð sé örugglega viðurkennt í heimalandi þínu ef þú hyggst snúa heim að námi loknu.

Þú gengur úr skugga um hvort menntunin er viðurkennd í heimalandinu hjá viðkomandi yfirvöldum í heimalandinu:

Þú getur einnig leitað nánari upplýsinga hjá EURES-ráðgjafa .

Ef þú hyggur á nám eða störf í ESB geturðu fengið Evrópuvegabréf upp á fagháskólaprófið þitt. Evrópuavegabréfið samanstendur af ýmsum gögnum sem auðvelda þér við nám eða störf að sanna færni þína og kunnáttu um alla Evrópu. Með Evrópuvegabréfi getur sótt um störf með fagháskólaprófinu um alla Evrópu.

Þú finnur nánari upplýsingar um Evrópuvegabréfið á vefsíðu Yrkeshögskolan.

Starfsfærnimat

Ef þú hyggst starfa annars staðar á Norðurlöndum en þú laukst námi geturðu þurft að fá starfsfærni þína (menntun og starfsreynslu) metna.

Þú þarft að fá opinbert mat á starfsfærninni ef starfsgreinin er löggild í nýja landinu.

Þú þarft alltaf að spyrja yfirvöld í starfslandinu um hvort starfsgreinin er löggild.

Sumar starfsgreinar eru löggildar í Svíþjóð. Þá þarftu að sækja um leyfi til að starfa við þær í Svíþjóð.

Yfirvöld fara fram á vottuð afrit til sönnunar á gildi umræddra gagna og löggildar þýðingar á skjölum, til að mynda prófskírteinum.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna