Vinnumarkaðsgreiðslur við atvinnuleysi á Grænlandi

Rød båt utenfor Ilulissat
Ljósmyndari
Silje Bergum Kinsten/norden.org
Hér er að finna upplýsingar um vinnumarkaðsgreiðslur sem þú kannt að eiga rétt á við atvinnuleysi á Grænlandi.

 

Á Grænlandi eru engir atvinnuleysistryggingarsjóðir. Þú getur samt átt rétt á vinnumarkaðsgreiðslum þegar þú ert án atvinnu.

Hvaða skilyrði þarf að uppfylla?

Til að fá vinnumarkaðsgreiðslur þarftu að:

  • vera orðinn 18 ára eða hafa einhvern á framfæri sínu
  • vera skráður í þjóðskrá á Grænlandi
  • hafa verið á vinnumarkaði. Þetta felur í sér að þú þarf að hafa skilað að minnsta kosti 182 vinnustundum sem launþegi á síðustu 13 vikum.

Til fá vinnumarkaðsgreiðslur þarftu auk þess að vera tilbúin/n til að fara út á vinnumarkaðinn. Þetta þýðir að þú:

  • verður að taka starfi sem býðst
  • verður að taka þátt í því að búa til aðgerðaáætlun fyrir þig
  • verður að taka þátt í skipulögðum úrræðum svo sem virkniúrræði, starfi eða símenntun
  • verður að staðfesta reglulega að þú sért tilbúin/n til að fara út á vinnumarkaðinn.

Ef þú vanrækir skyldur þínar án gildrar ástæðu geturðu fengið á þig bann, þ.e. þú getur misst réttinn til vinnumarkaðsgreiðslna í fjórar vikur. 

Upplýsingaskylda

Ef breytingar verða á persónulegum högum sem eru líklegar til að leiða til að vinnumarkaðsgreiðslum verði hætt eða krafa gerð um endurgreiðslu á þeim, skal tilkynna breytingarnar til Majoriaq (skrifstofa sveitarfélagsins sem meðal annars fer með málefni vinnumarkaðarins). Þessar breytingar geta meðal annars falist í að:

  • þú hefur fengið starf
  • þú ert flutt/ur
  • þú færð annars konar opinberan stuðning

Ef þú hefur ekki veitt Majoraq upplýsingar um þetta áttu á hættu að þurfa að endurgreiða vinnumarkaðsgreiðslurnar.

Hvert á að leita ef spurningar vakna? 

Ef þú ert með frekari spurningar geturðu haft samband við Majoriaq.

Majoriaq-miðstöðvarnar eru tenging milli menntunar, vinnumarkaðs og atvinnulífs. Alls eru 17 Majoriaq-miðstöðvar á Grænlandi, ein í hverjum bæ. Um er að ræða skipulagseiningu sem sér um alla málsmeðferð, leiðbeiningar og endurmenntun vegna vinnumarkaðar og menntunar.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna