Norræna sjálfbærninefndin
Nefndin vinnur að viðfangsefnum og málum sem snerta umhverfis- og náttúruvernd, náttúruauðlindir – þar á meðal nýtingu náttúruauðlinda í landbúnaði, sjávarútvegi og skógrækt. Loftslagsmál eru einnig verulegur þáttur í vinnu nefndarinnar – þar með talin vinna að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Réttindi neytenda, fiskveiðistjórnun, stefnumótun í landbúnaði, matvæli, kjarnorkuöryggi, líffræðilegur fjölbreytileiki og sjálfbærni eru málefni og málaflokkar sem Norræna sjálfbærninefndin fæst einnig við. Um er að ræða verkefni sem eru norrræn, varða norðuskautssvæðið og heiminn allan, ásamt pólitískum aðgerðum sem geta stuðlað að því að leysa þessi verkefni.