Silja Dögg Gunnarsdóttir, forseti Norðurlandaráðs 2020

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Ljósmyndari
Matts Lindqvist
Silja Dögg Gunnarsdóttir er kjörinn forseti Norðurlandaráðs árið 2020.

Silja Dögg Gunnarsdóttir er þingmaður Framsóknarflokksins og hefur setið á Alþingi frá 2013. Silja Dögg Gunnarsdóttir er fulltrúi Framsóknarflokksins en hún hefur verið varaformaður þingflokksins síðan 2016. Í Norðurlandaráði er Silja Dögg fulltrúi Flokkahóps miðjumanna.

Á Alþingi er Silja Dögg Gunnarsdóttir meðal annars í efnahags- og viðskiptanefnd og utanríkismálanefnd og hún hefur verið fulltrúi í íslensku landsdeildinni í Norðurlandaráði síðan 2016. Hún hefur verið formaður íslensku landsdeildarinnar síðan 2017.

Silja Dögg var kjörin forseti fyrir árið 2020 á þingi Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 2019.