Dómsmálaráðherrar vilja herða baráttuna gegn mansali

22.10.14 | Fréttir
Norrænu dómsmálaráðherrarnir vilja efla samstarfið um baráttu gegn mansali með því að koma á fót þriggja ára áætlun um málefnið undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Markmið áætlunarinnar er að auka alþjóðlegt samstarf, samhæfingu og þekkingu í baráttunni gegn mansali.

Á fundi sínum á Íslandi 21. október 2014 ákváðu norrænu dómsmálaráðherrarnir að veita 750.000–800.000 d.kr. til að fjármagna að hluta þriggja ára áætlun um baráttu gegn mansali undir umsjón Norrænu ráðherranefndarinnar. Áætlunin á að fara fram í þverfaglegu samstarfi dómsmála-, atvinnu- og heilsu- og félagsmálasviða. Því verður næsta skref að umrædd svið taki afstöðu til tillögunnar.

Átak gegn mansali til margra ára

Baráttan gegn mansali er mikilvæg öllum norrænu ríkjunum, sem öll hafa gert eigin aðgerðaáætlanir þar að lútandi. Norræna ráðherranefndin hefur á undanförnum árum ýtt nokkrum aðgerðum úr vör til að auka þekkingu, þróa færni og skapa alþjóðleg tengslanet gegn mansali. Þessar aðgerðir hafa verið þróaðar í samvinnu við Eystrasaltsríkin og Norðvestur-Rússland.

Lesið meira um átaksaðgerðir Norrænu ráðherranefndarinnar gegn mansali hér:

Nytt initiativ mot trafficking

Menneskehandel bekjempes mer effektivt i fellesskap