Ert þú faðir sem styður baráttuna? Þá viljum við endilega heyra frá þér á CSW!

04.03.19 | Fréttir
Pappaledighet
Ljósmyndari
Magnus Fröderberg/norden.org
Fjárfesting í launuðu feðraorlofi er líka fjárfesting í atvinnumöguleikum kvenna. Norræna ráðherranefndin um jafnrétti kynjanna býður feðrum um allan heim að sýna stuðning við jafnt og launað foreldraorlof með því að nota myllumerkið #SharetheCare. Taktu þátt við opnun þings Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, CSW63!

Ekki er til það land í heiminum þar sem konur og karlar deila jafnt ábyrgð á umönnun og ólaunaðri vinnu. Þetta kemur fram í skýrslunni „State of the World’s Fathers“.  Launað foreldraorlof er ein leið til að breyta því.

Jafnréttismálaráðherrar bjóða feðrum að taka þátt

Á CSW63 í ár verður kannað hvernig lönd geta stuðlað að jafnrétti kynjanna gegnum sjálfbær félagsleg kerfi.   Þann 12. mars munu jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands, standa fyrir umræðum með yfirskriftina  „The gender effect of leave and care policies – stronger with dads involved“.

Feður, látið raddir ykkar heyrast! 

Jafnréttismálaráðherrar Norðurlanda bjóða feðrum um allan heim að sýna stuðning við launað foreldraorlof á Twitter og Instagram með því að birta myndir með myllumerkinu #ShareTheCare.  Feður sem taka þátt fá tækifæri til að sjást og heyrast á þingi SÞ. Fallegustu, flottustu og sniðugustu ljósmyndirnar og skilaboðin frá feðrum heimsins verða sýndar á meðan norrænu umræðunum stendur þann 12. mars.

Kynjajafnrétti hefst heima fyrir

Rannsóknir á Norðurlöndum benda til þess að fyrir hvern mánuð sem faðir eyðir heima með ungum börnum sínum hækka tekjur móðurinnar og launamunurinn minnkar.   Konur eru líklegri en karlar til að vinna hlutastarf eftir barneignir og þetta getur leitt til síðri atvinnutækifæra, lægri launa og lægri lífeyrissjóðsgreiðslna kvenna. Þetta hefur áhrif á efnahaginn í heild.

Skapar hagvöxt

Ef þátttaka kvenna á vinnumarkaði væri til jafns við karla, myndi verg landsframleiðsla í Bandaríkjunum aukast um 5%, í Japan um 9% og í Egyptalandi um 34%.  Skýrsla OECD frá árinu 2018 sýnir að mikil atvinnuþátttaka meðal kvenna á Norðurlöndum er á bak við 10-20% af árlegum vexti á vergri landsframleiðslu síðustu 40-50 ár. 

Vertu með!

  • Birtu hversdagsmynd af þér og barninu þínu og segðu okkur af hverju foreldraorlof er mikilvægt! Herferðin verður í gangi milli 8. og 12. mars á Twitter, Facebook og Instagram með myllumerkinu #ShareTheCare  
  • Þú getur fylst með umræðunum í beinni útsendingu þriðjudaginn 12. mars frá kl. 15.00 til 16.15 EST, eða 20.00 og 21.15 CET, í vefsjónvarpi SÞ: