Ný norræn skýrsla: Færeyjar í mestum vexti allra Norðurlanda

09.02.18 | Fréttir
Árnafjørður, Norðoyar - bading færøerne
Ljósmyndari
Erik Christensen, Porkeri
Færeyjar skera sig út í nýrri norrænni skýrslu og það á afar jákvæðan hátt. Mikill vöxtur og sveitarfélög í stórsókn draga fram jákvæða mynd.

Ný skýrsla frá Norrænu ráðherranefndinni, State of the Nordic Region, greinir lykiltölur frá Norðurlandaþjóðum og ber saman þvert á landamæri og svæði.

Færeyjar skera sig sérstaklega úr vegna þess mikla vaxtar sem þar hefur átt sér stað hin síðari ár. En færeysk sveitarfélag eru einnig meðal þeirra sem sækja mest fram í hinni svæðisbundnu væntingavísitölu sem unnin er í tengslum við skýrsluna.

Staðan á Norðurlöndum

Sé litið á niðurstöðurnar í State of the Nordic Region má gleðjast yfir því að bæði efnahagsmál og vinnumarkaðurinn á Norðurlöndum stendur betur en að meðaltali í Evrópusambandinu. Í því samhengi gengur Norðurlöndunum einnig vel að laða að erlendar fjárfestingar, raunin er sú að 7% af beinni erlendri fjárfestingu í Evrópu rennur til Norðurlandanna þó að aðeins 4% íbúa Evrópu eigi þar heima.

Tvennt er það sem styður hinn trausta efnahag: Norðurlönd eru enn það svæði innan Evrópusambandsins þar sem stafræn tæknivæðing er lengst komin og enn eru Norðurlöndin sterkari en svæðin í kring þegar kemur að nýsköpun, þrátt fyrir að dregið hafi úr því forskoti. Þá bendir skýrslan til þess að stóra tækifærið liggi í lífhagkerfinu, þ.e.a.s. Í sjálfbærum vexti sem byggir á náttúruauðlindum.

Sé litið á tölfræðina eru þó einnig svæði þar sem ástæða er til að vera á varðbergi. Ibúarnir eldast þrátt fyrir fólksflutninga til Norðurlandanna. Aðfluttir setjast í vaxandi mæli að í og umhverfis stærstu borgirnar - og svo eru áskoranir varðandi aðlögun innflytjenda að vinnumarkaðinum.

Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist berst

Í State of the Nordic Region er stillt upp þekkingu og upplýsingum sem veita heildarmynd af þeirri þróun sem á sér stað á Norðurlöndum og styðja þau sem ákvarðanirnar taka við stefnumótun. Í skýrslunni er ljósi varpað á og útskýrðir bæði þættir sem hafa gengið vel og áskoranir á sviðum samfélagsins sem máli skipta. Þetta er norrænt samstarf eins og það gerist best,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Fróðleiksmolar:

State of the Nordic Region er einstakt safn af gögnum frá öllum Norðurlöndunum sem sýna efnahag, lýðfræði, aðstæður á vinnumarkaði, menntun og margt fleira, sett fram með myndrænum hætti á sérstaklega hönnuðum landakortum. Skýrslan er gefin út annað hvert ár af Norrænu ráðherranefndinni og segja má að hún sé nokkurs konar hitamælir á svæði og sveitarfélög á Norðurlöndum. Liður í útgáfunni er að stilla upp svæðisbundinni væntingavísitölu sem búin er til af Nordregio, fræðastofnun ráðherranefndarinnar í skipulags- og byggðamálum og sýnir aðlögunarhæfni 74 svæða á Norðurlöndum út frá hefðbundnum, samanburðarhæfum tölfræðilegum breytum.

Heildarskýrslunni má hlaða niður hér:

Tengiliður