Røe Isaksen, þekkingarráðherra Noregs: „Setjið norræn tungumál á stundaskrána!“
Í dag heimsækir Torbjørn Røe Isaksen þekkingarráðherra Rothaugen-skóla í Björgvin. Þar tekur hann þátt í Norrænu skólaspjalli, sem er opið öllum grunnskólanemum á Norðurlöndum. Skólaspjallið er tryggt spjallsvæði þar sem nemendur geta kynnst jafnöldrum frá öllum Norðurlöndunum og unnið verkefni í sameiningu. Þátttaka er ókeypis.
Setjið Norðurlönd og norræn tungumál á stundaskránaTungumál eru lykillinn
„Tungumál eru lykillinn að norrænni samkennd og hreyfanleika. Norrænt tungumálasamstarf er mikilvægur þáttur norræna samstarfsins. Norrænt málsamfélag og góður skilningur á nágrannamálum okkar eflir hið norræna menntunarsamfélag og sameiginlegan norrænan vinnumarkað. Ég vil því hvetja kennara og skólastjórnendur til að setja Norðurlönd og norræn tungumál á stundaskrána,“ segir norski þekkingarráðherrann, Røe Isaksen, sem hefur í gegnum formennsku Noregs í Norrænu ráðherranefndinni átt samstarf við Norræna félagið um að tryggja að allir norskir skólar verði hvattir til að fagna Degi Norðurlanda þann 23. mars.
Hér eru tillögur að leiðum til að fylla daginn af árangursríkri, áhugaverðri og spennandi kennslu:
Og hver segir að allir dagar geti ekki verið dagar Norðurlanda?