Sendið inn tilnefningar til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2018

15.02.18 | Fréttir
Vatten och solglitter
Ljósmyndari
Unsplash / Ant Rozetsky
Þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs eru verkefni sem vernda lífíð í hafinu. Allir geta sent inn tilnefningar til verðlaunanna. Tilkynnt verður um verðlaunahafann þann 30. október 2018 á þingi Norðurlandaráðs.

Reglur um tilnefningar

Umhverfisverðlaunin eru veitt norrænu fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem gengið hefur á undan með góðu fordæmi með því að samþætta umhverfissjónarmið starfseminni eða hefur á annan hátt unnið mikilsvert starf í þágu umhverfisins. Verðlaunahafinn á að vera norrænn og starfa á Norðurlöndum og/eða í tengslum við aðila utan Norðurlanda.

Þema ársins og tillaga þín

Með valinu á þema ársins vill norræna dómnefndin vekja athygli á verkefnum sem styðja hin nýju heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna fyrir 2030 en „lífið í hafinu“ er einmitt 14, markmiðið í dagskrá SÞ.

„Hafið skiptir okkur miklu máli. Það tengir saman lönd okkar. Og margar mikilvægustu auðlindir okkar eru í hafinu, auk þess sem skipaútgerð okkar er mikil. Þess vegna er það hagsmunamál okkar að vernda hafið - og það er einnig á ábyrgð okkar,“ segir Cilia Holmes Indahl, forstöðumaður sjálfbærni í Aker BioMarine og formaður dómnefndar.

„Norðurlöndin eru í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærum lausnum og við hlökkum til að taka við tilnefningum á norrænum verkefnum þar sem unnið er að verndun hafsins - svæðisbundið og á heimsvísu,“ segir Cilia Holmes Indahl.     

Þekkir þú norrænt fyrirtæki, samtök eða einstakling sem leggur sitt af mörkum til að vernda hafið? Þá geturðu sent inn tilnefningu hér og rökstutt hana á í mesta lagi einni A4-blaðsíðu. Tilnefningar til verðlaunanna skulu berast eigi síðar en 14. maí, 2018..

erðlaunin og afhending þeirra

Norrænt samstarf vill með umhverfisverðlaunum Norðurlandaráðs vekja athygli á bestu verkefnunum og þeim sem fela í sér mestu nýsköpunina, þau sem styðja og fela í sér stefnumótunina um umhverfi, loftslalagsmál og sjálfbærni á Norðurlöndum. Listinn yfir tilnefnda til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs verður birtur í september og verðlaunin verða veitt í 24. sinn við verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs 30. október 2018 í Ósló. Verðlaunahafinn hlýtur 350.000 danskar krónur.

Fyrri verðlaunahafar

2017 RePack frá Finnlandi (endurnýtanlegar umbúðir fyrir rafræna verslun) 2016 Too Good To Go frá Danmörku (stafræn nýsköpun sem ýtir undir sjálfbæran lífsstíl) 2015 Orkufyrirtækið SEV í Færeyjum (græn rafvæðing) 2014 Reykjavíkurborg (breitt og markvisst starf að umhverfismálum) 2013 Selina Juul frá Danmörku (baráttan gegn matarsóun)