Skrifstofu ráðherranefndarinnar í Pétursborg berst bréf frá saksóknara á staðnum

Samkvæmt rússneskum lögum ber félagasamtökum er stunda pólitíska starfsemi og eru fjármögnuð erlendis frá að skrá sig sem útlenskan erindreka. Skrifstofur ráðherranefndarinnar í Rússlandi hafa haft stöðu frjálsra félagasamtaka frá opnun þeirra árið 1995.
„Undanfarna tvo áratugi hefur Norræna ráðherranefndin átt mikið og traust samstarf við Norðvestur-Rússland,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri ráðherranefndarinnar. „Því kemur það flatt upp á okkur að eiga nú að skrá okkur sem útlenskan erindreka. Við skoðum nú þann möguleika að áfrýja ákvörðuninni.“
„Á árinu 2014 átti Norræna ráðherranefndin í viðræðum við rússneska utanríkisráðuneytið í Moskvu varðandi hugsanlegar breytingar á stöðu skrifstofunnar í Pétursborg. Nú reynum við að hleypa krafti í það ferli,“ segir Høybråten að lokum.