Takið þátt í hátíðahöldum í tilefni af Degi Norðurlanda þann 23. mars

17.03.17 | Fréttir
Nordens Dag
Photographer
Illustration/Design: Grim Erland Lyng Svingen/Foreningen Norden
Þann 23. mars verður því fagnað vítt og breitt um Norðurlöndin að hin norræna stjórnarskrá, Helsingforssamningurinn, var undirritaður þann 23. mars.

Nemendum alls staðar á Norðurlöndum er boðið til þátttöku í Norrænu skólaspjalli. Skólaspjallið er tryggt spjallsvæði þar sem börn geta hitt jafnaldra sína frá öllum Norðurlöndunum.

Norræna skólaspjallið

Danmörk

Í Norræna húsinu í Kaupmannahöfn býður framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, Britt Bohlin, til morgunverðar og umræðna undir yfirskriftinni „Norðurlönd í breyttum heimi“. Ráðherra norræns samstarfs í Danmörku, Karen Ellemann, opnar umræðurnar og því næst ræða saman Ann-Marie Nyroos, sendiherra Finnlands, Benedikt Jónsson, sendiherra Íslands, Fredrik Jörgensen, sendiherra Svíþjóðar, og Ingvard Havnen, sendiherra Noregs. 

Finnland

Í Helsinki verða norræn hátíðahöld alla næstu viku, en meðal annars verður boðið upp á tónlistaratriði, umræðufundi og sirkuslistir.

21.3. Umræðufundur um sveitarstjórnarkosningar: Fremtidens nordiske hovedstad
Hvordan kan nordiske byer møde fremtidens udfordringer på en bæredygtig måde. Sendiherra Noregs í Finnlandi, Åge B. Grutle, flytur opnunarávarp.
Kl. 17:00–19:00, Svenska Handelshögskolan, Arkadiankatu 22, 00100 Helsinki.

Nánari upplýsingar

22.3. Málþing: Min story – Mun tarina
Stjörnubloggararnir Desiré Nilsson og Johan Larsson, Saul Mäenpää, starfandi framkvæmdastjóri Friends & Brgrs, og Kimmo Forss, arkitekt hjá Microsoft. Sanni Grahn-Laasonen, mennta- og menningarmálaráðherra Finnlands, opnar málþingið.
Í tengslum við málþingið fer fram fyrsti norræni eSport-viðburðurinn.

Nánari upplýsingar

23.3. Pallborðsumræður: Pohjoismainen kansalaisuus – uhka vai mahdollisuus?
Umræður um það sem felst í norrænum borgararéttindum og hvaða möguleika þau hefðu í för með sér. Og hvaða þýðingu hefðu þau með hliðsjón af ESB? Þátttakendur í umræðunum eru Sten Palmgren, ráðgjafi í löggjafarmálum, og Katri Kulmuni, Juhana Vartiainen, Johanna Karimäki og Maarit Feldt-Ranta, þingmenn í Norðurlandaráði.
Kl. 10:30–12:00 Upplýsingafundur um borgararéttindi, Arkadiankatu 3, Helsinki

Nánari upplýsingar og skráning hjá Terhi Tikkkala, framkvæmdastjóra, flokkahópi miðjumanna, terhi.tikkala@eduskunta.fi, +358 50 434 5019.

23.3. Dagur Norðurlanda í Kamppi
Krista Siegfrids, Amanda Löfman og Fredrik Furu koma fram. Einnig verða sirkusatriði og grænlenskur dans.
Kl. 12:00–17:00 í verslunarmiðstöðinni Kamppi, Urho Kekkosen katu 1, Helsinki

Nánari upplýsingar


23.3. Umræður: Nordisk samarbejde i en forandret verden
Opnunarávarp Anne Berner, norræns samstarfsráðherra Finnlands, og umræður með þátttöku Britt Lundberg, forseta Norðurlandaráðs, Åge B. Grutle, sendiherra Noregs, Jette Nordam, sendiherra Danmerkur og Anders Ahnlid, sendiherra Svíþjóðar.
Kl. 17:00–19:00, Norræna menningargáttin, Kaisaniemenkatu 9, Helsinki
Nánari upplýsingar

Ísland

Norræna félagið og Norræna húsið fagna deginum í Norræna húsinu kl. 17:15–18:15.

Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins á Íslandi, býður viðstadda velkomna.  

Björg Eva Erlendsdóttir, formaður Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins, ræðir um samstarf Íslands og Færeyja og segir frá fyrirhuguðu höfuðborgarmóti sem haldið verður í Þórshöfn í Færeyjum seinna á árinu.

Inga Dóra Markussen, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, talar um stjórnmál á Grænlandi og stöðu Grænlands í norrænu og vestnorrænu samstarfi.  

Ásdís Eva Hannesdóttir, framkvæmdastjóri Norræna félagsins á Íslandi, talar um formennsku Íslands í Baltic NGO Network.

Nánari upplýsingar

Noregur

Norski þekkingarmálaráðherrann, Torbjørn Røe Isaksen, heimsækir Rothaugen-skólann í Björgvin og tekur þátt í Norrænu skólaspjalli þar.

Norræna félagið í Noregi hvetur alla skóla til að flagga og nota tækifærið til að fræðast meira um Norðurlöndin.

Upplýsingar um Dag Norðurlanda og tillögur að kennsluefni um Norðurlöndin

Svíþjóð


Í Stokkhólmi eru skólamál einnig í brennidepli á málþingi um jöfn tækifæri nemenda til að vegna vel í skóla, óháð félagslegum og efnahagslegum bakgrunni. Síðasta PISA-könnun leiddi í ljós að í Finnlandi og Svíþjóð hefur geta skólanna til að bæta börnum upp tækifæri sem þau skortir farið minnkandi. Á málþinginu ræða sérfræðingar jöfnuð í Svíþjóð og norrænu nágrannalöndunum.

Álandseyjar

Norræna stofnunin á Álandseyjum (NIPÅ) kynnir nýja heimasíðu sína á Degi Norðurlanda. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar, Jacob Mangwana-Haagendal, mun birta vídeóblogg á síðunni mánaðarlega. 

Nánari upplýsingar