Umbætur til að efla stjórnmálastarf

04.06.14 | Fréttir
Britt Bohlin
Photographer
norde.org/Vita Thomsen
Í Norðurlandaráði er um þessar mundir mikill pólitískur stuðningur við umbætur. Á júnífundi Norðurlandaráðs í Kungälv í Svíþjóð tókst samstaða um taka mörg skref í átt að því að efla umræðu og ákvarðanatöku í ráðinu.

- Aukin eftirspurn er eftir norrænum lausnum á þeim úrlausnarefnum sem norrænu löndin standa frammi fyrir og við þurfum að gera þær endurbætur sem þarf til að koma til móts við þessar óskir um norrænt notagildi, segir Britt Bohlin, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs.

Hún tók nýlega við stöðu framkvæmdastjóra en er nú í forsvari fyrir endurbótastarfinu. Á júnífundinum samþykktu stjórnmálamennirnir umbætur sem miða að því að hleypa lífi í pólitíska umræðu á Norðurlandaráðsþingi og öðrum fundum. Breytingarna snúa meðal annars að tímaáætlunum og vinnuferlum í tengslum við þingmannatillögur, um framkvæmd Norðurlandaráðsþings og hvernig hægt er að styrkja þau svið sem ákveðið er að leggja áherslu á.

Stuðningur frá löndunum

Áfram verður rætt hvernig hægt sé að tryggja stuðning í þjóðþingunum við þær ákvarðanir sem teknar eru í Norðurlandaráði. Umbótahópnum verður einnig falið að kanna nánar hvort halda eiga einhverja af fundum hvers árs í Kaupamannahöfn eða hvort halda eiga áfram að halda þá á víxl í mismunandi löndum.

- Norðurlandaráðsþing, sem er stærsti fundurinn, á auðvitað áfram að halda í því landi sem fer með formennskuna, segir Britt Bohlin, en við gætum sparað bæði peninga og tíma þingmanna ef við funduðum oftar en nú er gert í nágrenni Kastrup-flugvallar.

Þemaþing í Brussel

Ýmsar fleiri umbótatillögur verða ræddar á fundum að loknu sumri. Ákvörðun var þó tekin um að halda þemaþing ársins 2015 í Brussel.

- Það fellur vel að því þema sem formennskulandið Svíþjóð hefur ákveðið að leggja áherslu á, en það er Norðurlönd í ESB og ESB á Norðurlöndum, bendir Karin Åström á, en hún er forseti Norðurlandaráðs á þessu ári.