Veiting verðlauna Norðurlandaráðs 1. nóvember sýnd á öllum Norðurlöndum

27.10.17 | Fréttir
Maria Sid
Photographer
Privatfoto
Allir Norðurlandabúar geta fylgst með þegar fimm verðlaun Norðurlandaráðs verða veitt 1. nóvember í Finlandia-húsinu í Helskinki og séð hverjir hljóta verðlaunin. Verðlaunaveitingin verður send út á finnsku sjónvarpsstöðinni YLE Areena.

Leikkonan Maria Sid er kynnir á verðlaunahátíðinni og verður þar ásamt hinum tilnefndu, forsætisráðherrum, ráðherrum og fulltrúum í Norðurlandaráði. En allir geta fylgst með.

Finnska sjónavarpsstöðin YLE sýnir verðlaunaveitinguna á rásinni Areena frá kl. 20 til 21 (að finnskum tíma) og streymir henni frá kl. 19.45 til kl. 21 hér:

Sænska sjónvarpsstöðin SVT sýnir beint frá verðlaunaveitingunni á SVT Play (on demand) frá kl. 18.45 (að sænskum tíma) og á SVT2 5. nóvember frá kl. 18 til 19.

Í Noregi má sjá verðlaunaveitingu Norðurlandaráðs á NRK laugardaginn 4. nóvember.

Tilnefnd í ár eru:

Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs

Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs

Fyrri verðlaunahafar munu afhenda verðlaun Norðurlandaráðs sem nema 350.000 dönskum krónum.